Enginn menntar sig til atvinnuleysis

Menntun sækir fólk sér í skóla, en líka utan þeirra. Enginn er knúinn í skóla eftir að skólaskyldu lýkur, - við útskrift úr grunnskóla. Menntun er frjálst val, líkt og hjónaband. Enginn á heimtingu á hamingju þótt hann sé í hjónabandi.

Einstaklingur sem ákveður að leggja fyrir sig tiltekna háskólagrein, hvort heldur sagnfræði, líffræði, viðskiptafræði eða verkfræði, getur gert kröfu um að fá tiltekið starf út á menntunina.

Ef bókasafnsfræðingur fær ekki starf á sínu sviði, en getur valið úr margvíslegum öðrum störfum, er varla hægt að líða önn fyrir hans hönd.

Ef það er svo að menntaðir einstaklingar glíma fremur við atvinnuleysi en ómenntaðir er guðlegri forsjá fyrir að þakka. Sá menntaði er til muna betur í stakk búinn að vera atvinnulaus en sá ómenntaði. Það er galdur menntunar.

 


mbl.is Staða háskólamenntaðra batnar minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-ríkin eru ekki fullvalda

Fullvalda ríki leggja á skatta og ákveða fjárlög. Allt frá miðöldum er þetta hluti af skilgreiningunni á fullveldi, sbr. Stórasáttmála (Magna carta). Byltingar eru gerðar vegna deilna um skattamál, sú ameríska frá 1776 er nærtækt dæmi.

Þegar það liggur fyrir að ríki Evrópusambandsins eru ekki lengur sjálfráð um að afla skatta og eyða þeim samkvæmt vilja þjóðþinga sinna þá er deginum ljósara að þau eru ekki lengur fullvalda.

Evrópusambandsaðild og fullveldi eru ósamrýmanleg hugtök.


mbl.is Hafnar fjárlagafrumvarpi Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband