Þorgerður Katrín þorir ekki, sakar stjórnina um hugleysi

Formaður Viðreisnar sakar ríkisstjórnina um að hafa ekki skýra stefnu í farsóttarvörnum. En sjálf hefur Þorgerður Katrín enga skoðun hvaða leið á að fara til að verjast Kínaveirunni.

Pólitískt klókt hjá formanni Viðreisnar, en ekki stórmannlegt.

Ríkisstjórnin hefur stefnu, sem er að halda landinu sem mest opnu og glíma við smit eftir því sem þau koma upp. Þessi stefna var mótuð í sumar þegar vonir stóðu til að farsóttin væri í rénun. 

Seinni bylgja farsóttarinnar gerði farsóttarvarnir yfirvalda tortryggilegar. Þegar það rann upp fyrir fólki að mögulega yrði skólahaldi frestað, nemendur yrðu heima, var spurt hvort ávinningurinn af því að halda landinu opnu sé ekki léttvægður miðað við samfélagslegan kostnað.

Þessi umræða stendur yfir. Það liggur fyrir að ríkisstjórnin þarf að aðlaga stefnu sína nýjum veruleika.

En, svo það sé sagt, það er ekki hægt að loka landinu si svona. Aftur er hægt að herða reglur. T.d. um skimun og sóttkví þeirra sem ferðast til útlanda.


mbl.is Komið að stjórnmálamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband