Veiruþreytan og unga fólkið

Unga fólkið smitast öðrum fremur í seinni bylgju veirunnar. Það er háttur ungmenna að kássast upp á hvert annað, hluti af líffræðinni.

Veiruþreyta er aftur farin að gera vart við sig. Beggja vegna Atlantsála eru mótmæli og hér heima er pirringur í loftinu.

Áhlaupið gegn veirunni, sem nú stendur yfir, verður líklega það síðasta. Ef ekki tekst að hemja farsóttina á næstu 3-5 vikum verður veiruþreytan varúðinni yfirsterkari.

Unga fólkið verður síður veikt en þeir sem eldri eru. Það er tvíbent að grípa til hræðsluáróðurs gagnvart ungmennum. Eðlilega hegðun ætti ekki að gera tortryggilega. Ungmenni á tíma samfélagsmiðla þurfa fremur meira en minna af félagslegu samneyti. 

Varaáætlun, sem líklegt er að yfirvöld grípi til, bæði hér og erlendis, er að leyfa veirunni að geisa án stórtækra varúðarráðstafana en verja þá sem veikir eru fyrir og aldraða.

Dragist seinni bylgjan fram undir jól verður varaáætlun sett í framkvæmd, ef að líkum lætur.

Eitt atriði í viðbót. Vestur í Bandaríkjunum er pólitískur áhugi að viðhalda veiruótta fram yfir forsetakosningarnar í byrjun nóvember. Veirufréttir litast nokkuð af þeim áhuga.  


mbl.is Sama undirtegund náð að dreifa sér víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu aflýst, nema ferðaþjónustu - gengur ekki

Meira og minna öllum hátíðum og viðburðum innanlands næstu vikur er aflýst vegna kórónuveirunnar. Áhöld eru um hvort skólar hefjist um miðjan mánuðinn.

Þegar veirusmit eru takmörkuð, eða upprætt, innanlands, kemur meira af þeim erlendis frá, með íslenskum ferðalöngum og erlendum.

Augljóst er að setja þarf takmarkanir á ferðalög til og frá landinu. Ein leið er að gera þau dýrari, með hækkun á smitgjaldi. Önnur að setja kvóta á lendingar flugvéla. Blanda af báðum aðferðum kemur til greina.

Í öllu falli verða stjórnvöld að sýna að þau taki málið  föstum tökum. Það gengur ekki að aflýsa öllu nema ferðaþjónustunni. Það er samhengi á milli þess hvenær höftum innanlands verður aflétt og umferðaþunga á Keflavíkurflugvelli.


mbl.is Engar vísbendingar enn um afbókanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband