Helga Björg er dæmdur árásarmaður, ekki Vigdís

Helga Björg skrifstofustjóri Dags borgarstjóra er dæmd fyrir að lítilsvirða undirmann sinn og haga sér eins og yfirmaður í hringleikahúsi.

Vigdís Hauksdóttir kom hvergi nærri þegar Helga Björg hamaðist þannig á undirmanni sínum að úr varð dómsmál þar sem Helga Björg var dæmd og Reykjavíkurborg greiddi skaðabætur.

Helga Björg er embættismaður sem talar eins og pólitíkus: ,,Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa, eins og þau eru kjörin til."

Helga Björg skrifaði færslu fyrr í sumar til að vekja athygli á sjálfri sér líkt og stjórnmálamönnum er tamt.

,,Neyðarviðbragð" Helgu núna sýnir enn og aftur að hvorki eru henni mannleg samskipti ýkja töm og enn síður að hún hafi tileinkað sér siðu og háttu embættismanna.

Helga Björg er á ábyrgð Dags borgarstjóra. 


mbl.is Færsla Helgu Bjargar „neyðarviðbragð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband