Fréttamenn RÚV falla á blaðamennskuprófi

Engin frétt er betri en heimildin fyrir henni, er meginregla í blaðamennsku. Sá sem ekki kann þessa reglu er ónýtur blaðamaður. Vinir og félagar Helga Seljan í stjórn Félags fréttamann senda frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna þess að Helgi sagði frétt - um lögbrot Samherja - sem byggði á skáldskap en ekki heimild.

Helgi segist hafa heimild, skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, en sú skýrsla er einfaldlega ekki til. Það er skorað á Helga að birta skýrsluna en hann þegir þunnu hljóði.

Fréttastjóri RÚV, ásamt útvarpsstjóra, bera blak af Helga, auk stjórnar Félags fréttamanna. Allt Efstaleiti er þar með meðsekt Helga í að skálda upp lögbrot fyrirtækis út í bæ.

Rúsínan í pylsuendanum. Í aðalfréttatíma RÚV kl. 18 í kvöld var ekki ein einasta frétt um skálduðu heimildina og Helga. RÚV þegir um aðalfrétt dagsins, - en sagði okkur að laxveiði hafði verið nokkuð góð í Hofsá í sumar. Efstaleiti er orðið söguvettvangur Kafka.


mbl.is Gagnrýna Samherja harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Seljan, saksóknari RÚV

Fréttastofur segja fréttir en búa þær ekki til. Enn síður er fréttastofum ætlað að saksækja mann og annan, - til þess höfum við opinber yfirvöld, lögreglu og embætti ríkissaksóknara.

Helgi Seljan fréttamaður RÚV fór langt út fyrir starfssvið sitt þegar hann fékk fund í Seðlabankanum í því skyni að hefja saksókn gegn Samherja. Ef Helgi í ofanálag beitti fyrir sig fölsuðum gögnum er glæpurinn tvöfaldur.

Saksóknarahlutverk RÚV er ekki tilviljun. Stofnunin er í formlegu og óformlegum samstarfi við aðra fjölmiðla og stjórnmálamenn að magna upp ásakanir gegn völdum einstaklingum og fyrirtækjum. Fárið eirir engu og allra síst sannleikanum.

Vald RÚV til að sækja fólk til saka er fjármagnað með ríkisfé. Fremur óhugnanlegt, satt að segja.


mbl.is Helgi hafi ekki haft nokkurn hlut í höndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fen-eyjar og íslenska lýðveldið

Þegar Íslendingar lögðu grunn að lýðveldinu, með heimastjórn 1904 og fullveldi 1918, dundaði Evrópu sér við að steypa veröldinni í heimsstríð. Þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar var Evrópa á kafi í öðru heimsstríði.

Starfandi er Feneyjarnefnd til að ,, styrkja þar með hin sam­eig­in­legu evr­ópsku gildi stjórn­skip­un­ar."

Ísland á ekkert erindi með sína stjórnarskrá til nefndar í Evrópu. Við búum á eyju og kunnum fótum okkar forráð. Fenið er evrópskt.


mbl.is Leitað til Feneyjanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband