Helgi breytti skjali - Seðlabankinn hóf rannsókn

Seðlabanki Íslands fjallar ekki um launamál sjómanna, og enn síður fer bankinn með sakamálarannsókn á því ,,hvort að laun sjó­manna hjá Sam­herja væru hugs­an­lega lægri en þau ættu að vera", eins og haft er eftir Helga Seljan.

Helgi fékk hrá gögn, sem eiga uppruna sinn hjá Verðlagsstofu skiptaverð, og breytti þeim - það hefur hann viðurkennt. Hann fór með gögnin og sínar viðbætur til Seðlabanka Íslands þar sem skipulögð var tvöföld aðför: húsleit hjá Samherja og Kastljósþáttur á RÚV.

Aðgerðir voru samræmdar. Sama dag og húsleitin fór fram sendi RÚV út Kastljósþáttinn.

Tilefnið var ekki launamál sjómanna Samherja heldur brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti.

Án atbeina Helga og RÚV hefði Seðlabankinn aldrei hafið rannsókn á Samherja. Launamál fyrirtækja í landinu eru einfaldlega ekki á könnu bankans.

Í dómsmálum sem fylgdu í kjölfarið fékk Samherji fullan sigur.

Eftir stendur að tvær opinberar stofnanir stóðu að samsæri um aðför að Samherja.

 


mbl.is Það sem kom fram í Kastljósi hafi verið rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ fangi öfgahyggju

ASÍ, fyrir hönd verkalýðsfélaga eins og Eflingu og VR, standa í stríði við samfélagsskipun sem sátt var um í áratugi.

Efling boðar sósíalisma og VR kyndir undir innanlandsófriði hvenær sem færi gefst. ASÍ veitir þessum félögum stuðning.

Verkalýðsfélög, í krafti gildandi laga, einoka vinnumarkaðinn. Skylduaðild er að verkalýðsfélögum sem eru með slíkt vald að Flugfreyjufélagið var með það í höndum sér að knýja Icelandair í gjaldþrot.

Á meðan ASÍ styður öfgastefnur í stjórnmálum og tekur sér völd yfir atvinnustarfsemi í landinu grefur ASÍ undan stöðu verkalýðshreyfingarinnar í heild.


mbl.is Aðgerðir Icelandair fyrir Félagsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissan er um tímalengd farsóttar

Á meðan farsóttin er í vexti erlendis getur ekki orðið eðlilegt ástand í farþegaflugi til og frá Íslandi.

Ef vel tekst til með sóttvarnir innanlands verður Ísland álitlegur kostur erlendra ferðamanna þegar kórónaveiran gefur eftir.

Við þurfum að vinna heimavinnuna og þar er ein meginforsendan að takmarka nýgengi smits frá útlöndum.


mbl.is Engar vísbendingar um mýkri lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband