Baráttan um venjulegt líf á tímum farsóttar

Ungmenni í framhaldsskólum landsins búa við skerta kennslu og takmarkanir á félagslegu samneyti. Íþrótta- og menningarlíf landsmanna nær ekki hálfum afköstum. Eldri borgarar landsins njóta ekki heimsókna ástvina nema i takmörkuðu mæli. Ferðaþjónustan er nær lömuð.

Í byrjun ágúst leit út fyrir að skólar myndu ekki opna í haust vegna farsóttar. Lokað yrði á allar heimsóknir á hjúkrunarheimili, feður yrðu ekki viðstaddir fæðingu barna sinna og ekkert yrði um neinar samkomur að ræða í landinu.

Stjórnvöld gripu til ráðstafana sem miðuðu að skertu venjulegu lífi fyrir flesta. Atvinnugreinin sem varð fyrir mestum búsifjum vegna hertra sóttvarna er ferðaþjónustan. Einfaldlega vegna þess að smit breiðist út með ferðamönnum.

Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard teflir fram trúverðugum og sannfærandi tölum um að kórónuveiran sé mögulega ofmetinn skaðvaldur. En hann viðurkennir jafnframt að um farsótt sé að ræða sem beri að taka alvarlega.

Tillaga Jóns Ívars er í raun ekki ýkja róttæk. Hún er að breyta sóttkví í heimkomusmitgát.

Skynsamlegra hefði verið að lágmarka skaðann á báða bóga með því að setja alla í tvöfalda skimun en jafnframt að halda áfram með heimkomusmitgát á milli sýna.

Málamiðlun liggur í loftinu. Að því gefnu að um miðjan september, eftir tvær vikur, sé búið að koma böndum á nýgengi smita væri hægt að gefa út að frá 1. október kæmi heimkomusmitgát í stað sóttkvíar auk atriða eins hækkun skimunargjalda, sem Jón Ívar nefnir.

Heimkomusmitgát fæli einnig í sér að sá sem kæmi til landsins frá útlöndum færi ekki inn á fjölmennari vinnustaði, t.d. skóla eða nýtti sér þjónustu er krefðist nálægðar s.s. líkamsræktarstöðva, sundstaða og álíka.

Gangi slík málamiðlun fram gæti ferðaþjónustan séð fram á skertan starfsgrundvöll, rétt eins og landsmenn búa við skert hversdagslíf. 


mbl.is Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Hvaðan kom smitið inná Hótel Rangá, og hverjar urðu afleiðingar þess fyrir skólahald??

Hvaðan kom smitið á posann í Bónus á Egilstöðum í vor sem aðeins kraftaverk hindraði að tölvusérfræðingur HSA bæri með sér inná allar heilsugæslustöðvar fjórðungsins.

Svarið er er að það er ekki vitað, en báðar þessar smitbylgjur (sú fyrir austan var aðeins ógn um það sem hefði getað orðið) komu ekki frá þeim stöðum sem þú telur upp hér að ofan.

Það þarf samstöðu til að ná niður núverandi bylgju, það gengur hægt vegna þess að of margir taka smitvarnir ekki alvarlega.

Hvaða trúverðugleik hafa stjórnvöld ef þau hleypa smitinu inní landið í þriðja sinn??

Veiran smitar ef hún er á annað borð til staðar í smitbera sem gengur laus.  Að fækka snertingum við margmenni gerir aðeins smitrakningu auðveldari, annað ekki.

Síðan þarf aðeins einn ofursmitbera líkt og reyndin var í Melbourne og úr varð illviðráðanlegur faraldur.

Veirusmit eru þess eðlis að það duga engar málamiðlanir gagnvart þeim, annað hvort skerðu á smitleiðir eða ekki.

Þar er enginn millivegur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband