Ómaklega vegiđ ađ Ţórdísi

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var af Ţórdísi ferđamálaráđherra, sem hitti vinkonur sínar og gćtti ekki ađ tveggja metra reglunni. RÚV telur okkur trú um ađ ţetta sé mikilvćgasta atriđiđ í lýđveldinu hádegiđ 17. ágúst.

Svo er ekki.

Víst mátti Ţórdís gćta betur ađ 2 metrum milli sín og vina sinna. En vangáin er ekki stórkostleg.

Sóttvarnir eru í ţágu samfélagsins, ekki til ađ lemja fólk í hausinn međ.


mbl.is „Ţetta hafi veriđ óheppilegt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfstćđismenn leiđa prinsippumrćđu

Hversu víđtćkar heimildir hafa stjórnvöld til ađ hefta frelsi einstaklingsins, t.d. um frjálsa för, á tímum farsóttar? Og hversu alvarleg ógn er kórónaveiran?

Ţetta eru spurningar sem tveir ţingmenn Sjálfstćđisflokksins og Arnar Ţór Jónsson hérađsdómari vekja máls á.

Til ţessa hefur umrćđan fremur snúist um félagslega og efnahagslega hagsmuni, s.s. lokun skóla, aflýsingu menningarviđburđa og rekstur ferđaţjónustu.

Umrćđa um meginreglur, prinsipp, er af hinu góđa. Veruleikinn hefur tilhneigingu til ađ reisa meginreglum skorđur.

Í grófum dráttum skiptist í tvö horn međ veruleika seinni bylgju kórónufarsóttarinnar. Í einn stađ ađ hún sé álíka alvarleg og fyrri bylgjan, og ţví verđi ađ grípa til víđtćkra ráđstafana til ađ hemja útbreiđslu. Í annan stađ ađ seinni bylgjan sé vćgari, valdi fćrri alvarlegri veikindum.

Tíminn, trúlega nćstu 2-4 vikur, leiđir í ljós hvort of mikiđ hafi veriđ gert úr seinni bylgju faraldursins.

Önnur meginregla, ađ ţegar líf fólks er í húfi skuli ekki lagt á tćpasta vađ, má kalla varfćrnisreglu. Hún er ráđandi sjónarmiđ sóttvarnaryfirvalda. Ţađ er skynsamleg regla. Viđ búum í samfélagi og samfélög lúta reglum. Annars er ekkert samfélag.


mbl.is Umrćđan fćrist inn í ţingiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 17. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband