Evran veldur fátækt, ósjálfstæði

Ítalía er með minni landsframleiðslu í dag en fyrir sameiginlegan gjaldmiðil ESB-ríkja, segir í samantekt Die Welt. Ríki Suður-Evrópu, s.s. Spánn, Grikkland, Ítalía og Frakkland, búa við sviðna jörð sameiginlegs gjaldmiðils.

Kórónuveiran veldur Suður-Evrópuríkjum með einhæfri efnahagskerfi meiri búsifjum en þróuðum iðnríkjum í Norður-Evrópu.

Reglulega þurfa ríki með einhæft efnahagskerfi að fara með betlistaf í hendi til Þýskalands og biðja um ölmusu. Ástæðan er að þessi ríki búa ekki við fjárhagslegt sjálfstæði, eru fangar sameiginlegs gjaldmiðils.

Og svo eru þeir til á Íslandi, Viðreisn og Samfylking, sem óska sér evru. Það er fólk fátækt í hugsun og þýlynt. 


Bloggfærslur 2. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband