Harðstjórar eða stjórnleysi; Trump og ESB

Vesturlönd standa einatt frammi fyrir sama vanda þegar harðstjórar eiga í hlut. Hvort er skárra að leyfa harðstjóranum að fara sínu fram og sjá í gegnum fingur sér þótt kosningar, löggjöf og dómstólar séu ekki upp á vestræna háttu eða styðja byltingu, sem oftar en ekki leiðir til stjórnleysis og blóðsúthellinga?

Ef vestræn ríki styðja byltingu bera þau ábyrgð á niðurstöðunni, sem einatt er sýnu verri en harðstjórnin mælt í mannslífum.

Byltingar leiða bæði fram það besta og versta í mannkindinni. Í húfi er grunnskipulag samfélagsins og fyrir það er fólk tilbúið að deyja og drepa.

Eftir algjörlega misheppnuð byltingarævintýri í miðausturlöndum og Úkraínu á þessari öld héldu vestræn ríki að mestu að sér höndunum þegar tækifæri gafst til að steypa meintum harðstjóra í Venesúela. Þar er um að ræða bakgarð Bandaríkjanna og Trump reyndist hófstilltur. 

Hvíta-Rússland er í bakgarði Rússlands. Evrópusambandið er aftur herskátt og vill gera byltingu. Í kaupbæti versna samskiptin við Rússa og það þéttir raðirnar í Brussel. Ekkert sameinar hraðar og betur en sameiginlegur óvinur.


mbl.is ESB viðurkennir ekki kjör Lúkasjenkós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðaveiran og landvarnir

Farsóttarvörn er landvörn, skrifaði alþjóðasinnaður vinstrimaður á fésbók. Hitti þar naglann á höfuðið. Kórónuveiran er alþjóðleg en varnir gegn henni eru allar staðbundnar.

Veiran styrkir þjóðríkið meira en nokkur annar atburður í seinni tíma heimssögu.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott.


mbl.is Landamærafyrirkomulag muni vara lengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband