Væl, ekki óreiða

Markmið sóttvarna eru skýr. Hörð skimun á Keflavíkurflugvelli, til að fanga þá sem koma með kórónuveiruna til landsins. Tiltölulega vægar sóttvarnir innanlands eiga að uppræta innanlandssmit. Einfalt og skýrt.

Tveir hópar væla. Ferðaþjónustan kvartar undan því að fá ekki óheftan innflutning á smituðum útlendingum. Ferðaþyrstir Íslendingar telja sig hafa borgaraleg réttindi til útlandaferða og að koma heim smitaðir án sóttvarna.

Sem sagt, engin óreiða en nokkurt væl.


mbl.is Segir að nú ríki „alger upplýsingaóreiða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinbera rannsókn á RÚV

RÚV stundar aðfarir að fyrirtækjum og einstaklingum án heimilda. RÚV leggur fram ásakanir sem ekki eru studdar neinum gögnum er sakborningar geta brugðist við.

Þetta gerðist í Samherjamálinu og þegar Panamaskjölin svokölluð voru tilefni aðfararinnar.

Með framferði sínu veldur RÚV fyrirtækjum fjárhagstjóni og einstaklingum miska.

RÚV er opinber stofnun á fjárlögum íslenska ríkisins. 

Það er ótækt að opinber stofnun grafi skipulega undan þeirri meginreglu réttarríkisins að þeir sem opinberlega eru sakaðir um lögbrot og spillingu fái ekki tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Sakborningum er ókleift að bregðast við heimildalausum ásökunum.

Ríkisvaldið ber ábyrgð á RÚV. Það er ríkisvaldsins að rannsaka og komast að niðurstöðu um hvers vegna RÚV stundar vinnubrögð sem eru í algerri andstöðu við meginreglu réttarríkisins.


Bloggfærslur 22. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband