Rothögg Þorsteins á RÚV

Í lok myndbands Samherja (3:08) er borið saman hvað Helgi Seljan sagði í alræmdum Kastljósþætti og hvað stóð svart á hvítu í skjalinu sem var eina heimild Helga.

Lokaefnisgreinin í skjalinu er stutt og skýr

Helgi Seljan tók út eina setningu í efnisgreininni og segir hana sýna að dótturfélag Samherja í Þýskalandi greiði ,,undirverð". En efnisgreinin segir að dótturfélagið greiði ,,langt yfir" þeim verðum sem karfinn var seldur á innanlandsmarkaði.

Þannig verður hvítt svart hjá Helga Seljan.


mbl.is Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Okkur er mikill vandi á höndum með fréttastofu ríkisins sem segir vísvitandi ósatt til þess eins að koma höggi á starfsmenn og eigendur einkafyrirtækis.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2020 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt skjalinu sem Samherji birti var fyrirtækið að borga talsvert lægra verð en aðrir sem voru að selja til útlanda. Lægra verð hlýtur að vera "undirverð" í samanburði við hærri verð. En samherjar munu eflaust hártogast um þetta orðalag ein og annað í málinu sem snýr að orðalagi.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2020 kl. 18:01

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Guðmundur, þú ert vel læs og átt því að sjá að fölsun Helga felst í að segja ekki allan sannleikann. Það fullkomnar glæpinn.

Ragnhildur Kolka, 28.8.2020 kl. 22:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skjalið sýnir undirverð og það var efni umfjöllunarinnar.

Hver er fölsunin?

Hvaða "sannleikur" var ekki sagður?

Hvaða glæpur var framinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2020 kl. 22:12

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Guðmundur, ef þú skoðar skjalið eða skýrsluna þá eru nú ekki einu sinni tölurnar réttar ef þú margfaldar Meðalverð nettó kr.Kg og magn þá færðu nú ekki einu sinni rétt verðmæti hvernig mönnum sem að eigin sögn lögðu svona mikla vinnu í þetta yfirsást þetta er mér óskiljanlegt"

Samherji eiga ekki þrjú af þeim skipum sem fjallað er um í vinnuskjalinu. 

 

Rauða Ljónið, 28.8.2020 kl. 23:00

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Stíllinn hjá Ruv er að skjóta fyrst og spyrja svo.

Kristinn Bjarnason, 29.8.2020 kl. 07:37

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Það var tvennt annað sem maður hjó í, í þessu myndbandi.

1. Skjalið nær yfir tveggja ára tímabil 2008 - 2009 og ekki gerður greinarmunur á magni hvors árs. Þorsteinn fullyrðir að Samherji hafi einungis selt út karfa árið 2008, fram að þeim tíma er lög um gjaldeyrishöft voru lögð á.  Þetta segir tvennt, að samanburður verður ómarktækur og að útilokað var fyrir fyrirtækið að brjóta lög sem ekki voru komin á.

2. Í skjalinu er Samherja eignað nokkur skip sem það ekki átti. Hvort þarna er um mistök frumhöfundar skjalsins að ræða, eða breytingar eftirá, skal ósagt látið.

Þessi tvö atriði hefðu átt að segja Seðlabankanum að ráð væri að skoða málið frekar áður en til aðgerða væri gripið.

Það er sama hvaða hug maður hefur til Samherja, eða eigendur þess fyrirtækis, þá verða allir að njóta sannmælis og fá að bera hönd yfir höfuð sér áður en til stórkostlegrar aðgerðar er gripið. Og að Seðlabankinn skuli leggja allt sitt traust á einn fréttamann, sem veifar einhverju skjali undirrituðu með einum prentstaf, er náttúrulega galið. Slíkt Má auðvitað ekki ske. Hvar er þá réttarríkið sem við teljum okkur búa í.

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2020 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband