Ferðaþjónustufyrirsögn á mbl.is

Í viðtengdri frétt segir:

Sam­kvæmt könn­un­inni telja 57,8% svar­enda að rík­is­stjórn­in sé að gera hæfi­lega mikið, en lægst hafði hlut­fallið áður mælst um síðustu mánaðamót, þá 58%.

Munurinn er sem sagt 0,2 prósent. Áfram er traustur meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að stjórnvöld standa vaktina í farsóttinni. Fyrirsögnin, á hinn bóginn, segir sögu sem ekki er innistæða fyrir í fréttinni sjálfri.

Þeir eru duglegir almannatenglarnir hjá ferðaþjónustunni.

 


mbl.is Aldrei meiri óánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland: hörmungar eða stórslysi afstýrt?

Ísland er í efnahagskreppu, samkvæmt hagtölum. En Ísland er miklu betur statt efnahagslega og félagslega en allur þorri Evrópuríkja.

Hvort er glasið hálffullt eða hálftómt?

Farsóttin sem leggur efnahagskerfi í rúst og veldur pólitískum óstöðugleika er óútreiknanleg. Enginn veit hvort ástand farsóttar varir í tvo mánuði til viðbótar eða tvö ár.

Sumir skríða undan steini og segja stjórnvöld ekki hafa ,,framtíðarsýn" í farsóttarmálum. Halló Hafnarfjörður, enginn veit, hvorki í Moskvu, Reykjavík, Brussel, París eða Berlín hvaða stefnu kórónuveiran tekur. Langtímaaðgerðir eru skot út í loftið.

Bjartsýni er til muna huggulegra viðhorf en botnlaus svartsýni. Glasið er hálffullt.

 


mbl.is Tölur sem aldrei hafa sést áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landið er opið, sóttkví er ekki mannréttindabrot

Þeir sem koma til landsins, hvort heldur Íslendingar eða útlendingar, fara í 5 daga sóttkví og eru skimaðir tvisvar. Þetta þýðir ekki að landið sé lokað og ekki heldur að um mannréttindabrot sé að ræða.

Þúsundir Íslendinga fóru í sóttkví í vor og heyrðist hvorki hósti né stuna um stjórnarskrárvarin réttindin. Í stjórnarskránni eru engin ákvæði um að einstaklingur eigi rétt til að smita aðra. Enn síður eru ákvæði í stjórnarskrá er heimila ferðamönnum að koma með smitsjúkdóma inn í landið. 

Ferðalög til og frá landinu standa öllum til boða. En sóttvarnir kveða á um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví. Meðalhóf og jafnræði ríkir þar sem eitt gengur yfir alla.

Þegar reynsla er komin á núverandi fyrirkomulag, t.d. um miðjan september, er hægt að endurmeta stöðuna. Tillaga er um að heimkomusmitgát komi í stað sóttkvíar. Kannski er það raunhæf lausn, að því gefnu að heimkomusmitgát feli í sér að viðkomandi sé ekki í fjölmenni.

Gildandi reglur um sóttvarnir virðast gefa góða raun, mælt í nýgengi smita. Það er ábyrgðarhluti að grafa undan þeim árangri.  


mbl.is Engin óeining en efasemdir innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband