Ferðaþjónustan beitti þrýstingi, ráðherrar voru linir

Ferðaþjónustan beitti þrýstingi til að opna landið hratt og sem mest upp á gátt í sumar. Talsmaður ferðaþjónustunnar getur neitað en ótal fréttir með hamfaralýsingum ferðaþjónustunnar segja annað.

Ráðherrar beygðu sig fyrir þrýstingnum og lækkuðu gjald vegna skimunar úr 15.000 í 9.000 kr.

Veruleikinn er sá að við opnuðum landið of hratt og of bratt.

Einfaldast er fyrir alla viðkomandi er að játa mistökin. Lífið heldur áfram. 

 


Norskur dugnaður, íslensk vertíð

Bandarísk kona, búsett í Noregi, þakkar norskri hefð hveru vel landið kemur undan farsótt. Hefðin nefnist einu orði, dugnad eða dugnaður. Norðmenn kalla það dugnad þegar samfélag (íþróttafélag, bæjarhverfi eða landshluti) leggst á eitt að koma einhverju í framkvæmd sem horfir til heilla.

Íslendingar búa að sömu hefð. Ótal framkvæmdir hér á landi eru unnar í sjálfboðavinnu af fórnfúsu fólki. En við höfum ekkert orð yfir hugarfarið að baki, segjum einfaldlega að eitthvað sé unnið í sjálfboðavinnu.

Aftur eigum við annað orð yfir átaksverkefni, vertíð. Það er vertíð þegar bjarga þarf verðmætum.

Nú stendur yfir farsóttarvertíð.


mbl.is Smitrakningateymið verður þrefaldað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband