Brandarinn um að Rússar ógni vesturlöndum

Rússland er með efnahagskerfi á stærð við Ítalíu og er ekki ógn við vesturlönd, segir Stephen M. Walt prófessor í Harvard og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum.

Rússland stundar ekki ágengan útflutning á hugmyndafræði líkt og Sovétríkin gerðu. Áróðurinn um að Rússar ráði niðurstöðum forsetakosninga í Bandaríkjunum og þingkosningum í Vestur-Evrópu er beinlínis kjánalegur. Hvaðan ættu Rússar að fá þekkingu og færni að stunda ísmeygilegan áróður til að fá Jón og Gunnu í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu að kjósa þennan eða hinn frambjóðandann? 

Kalda stríðinu lauk 1991 með falli Sovétríkjanna. Útþenslustefna hrokafrjálslyndis á vesturlöndum tók við og leiddi til hörmunga á fjarlægum slóðum, eins og Írak, Sýrlandi og Úkraínu. Rússagrýlunni var haldið við í áróðursskyni. 


mbl.is Nýtt vígbúnaðarkapphlaup í uppsiglingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystan fórnar flokknum fyrir þýðingarlaust mál

Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu á Íslandi, segir Guðlaugur Þór utanríkisráðherra, í greinargerð með pakkanum:

Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr. 713/2009um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu.

Guðlaugur Þór ítrekar þýðingarleysi þriðja orkupakkans í svari á alþingi:

 Þar sem Ísland á ekki í raforkuviðskiptum yfir landamæri hefur reglugerðin ekki þýðingu hér á landi.

Engu að síður ætla Guðlaugur Þór og forysta Sjálfstæðisflokksins að fórna flokknum. Fyrir þýðingarlaust mál.

Hvað er forysta Sjálfstæðisflokksins að hugsa? 


mbl.is Minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband