Föstudagur, 2. ágúst 2019
Brandarinn um að Rússar ógni vesturlöndum
Rússland er með efnahagskerfi á stærð við Ítalíu og er ekki ógn við vesturlönd, segir Stephen M. Walt prófessor í Harvard og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum.
Rússland stundar ekki ágengan útflutning á hugmyndafræði líkt og Sovétríkin gerðu. Áróðurinn um að Rússar ráði niðurstöðum forsetakosninga í Bandaríkjunum og þingkosningum í Vestur-Evrópu er beinlínis kjánalegur. Hvaðan ættu Rússar að fá þekkingu og færni að stunda ísmeygilegan áróður til að fá Jón og Gunnu í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu að kjósa þennan eða hinn frambjóðandann?
Kalda stríðinu lauk 1991 með falli Sovétríkjanna. Útþenslustefna hrokafrjálslyndis á vesturlöndum tók við og leiddi til hörmunga á fjarlægum slóðum, eins og Írak, Sýrlandi og Úkraínu. Rússagrýlunni var haldið við í áróðursskyni.
![]() |
Nýtt vígbúnaðarkapphlaup í uppsiglingu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. ágúst 2019
Forystan fórnar flokknum fyrir þýðingarlaust mál
Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu á Íslandi, segir Guðlaugur Þór utanríkisráðherra, í greinargerð með pakkanum:
Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr. 713/2009um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu.
Guðlaugur Þór ítrekar þýðingarleysi þriðja orkupakkans í svari á alþingi:
Þar sem Ísland á ekki í raforkuviðskiptum yfir landamæri hefur reglugerðin ekki þýðingu hér á landi.
Engu að síður ætla Guðlaugur Þór og forysta Sjálfstæðisflokksins að fórna flokknum. Fyrir þýðingarlaust mál.
Hvað er forysta Sjálfstæðisflokksins að hugsa?
![]() |
Minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)