Laugardagur, 7. júlí 2018
Réttindalausir blaðamenn á mannorðsveiðum
Allir geta kallað sig blaðamenn, starfið er ekki lögverndað. Ekkert eftirlit er með starfi blaðamanna og þeir þurfa ekki að uppfylla neinar faglegar kröfur. Samfélagið hefur áhyggjur af réttindalausum kennurum; enginn verður lögfræðingur án menntunar og sama gildir um sálfræðinga, félagsráðgjafa og flestar aðrar starfsstéttir.
En blaðamaður getur hver sem er verið án þess að uppfylla eina einustu formlega kröfu. Það gerir blaðamenn hvorki hófstillta né vandvirka. Öðru nær. Blaðamenn vaða inn í líf fólks, fótum troða friðhelgi heimilisins og stunda mannorðsveiðar af léttúð.
Blaðamaður myndar sér skoðun, kallar það frétt og birtir sem sannleika. Á bakvið stendur iðulega trúgjarn og dómgreindarlaus einstaklingur sem kallar sig blaðamann í skjóli þess að hver sem er má nota starfsheitið.
Félagsráðgjafi stundar ekki fjölskylduráðgjöf án tilskilinnar menntunar. En blaðamaður gengur borubrattur inn í einkalíf manns og annars og útdeilir sekt og sýknu. Blaðamaðurinn er ákærandi og dómari fyrir dómstóli samfélagsmiðla. Sá dæmdi fær aðeins að taka til máls fyrir náð og miskunn blaðamannsins, sem einatt ritskoðar sakborninginn. Vanmenntun blaðamannsins gerir hann hrokafullan, valdið er hans.
Nýlega voru blaðamenn 365-miðla dæmdir fyrir að vega að æru tveggja ungra manna. Stundin stendur frammi fyrir málssókn vegna ærumeiðingar, sbr. viðtengda frétt. Vörn blaðamanna er í báðum tilvikum sú sama. ,,Við höfum rétt sem blaðamenn að fella dóma og meiða fólk ef okkur sýnist," er efnislegt svar þeirra.
Réttindalausir blaðamenn hafa hvorki lögvarinn rétt né siðferðilegt umboð til að opinbera einkalíf fólks og fella dóma. Réttarríkið starfar eftir þeirri meginreglu að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Réttindalausir blaðamenn setja sig ofar réttarríkinu þegar þeir útdeila sekt og sýknu á opinberum vettvangi.
![]() |
Krafðist 1,5 milljóna af Stundinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. júlí 2018
Ókyngreindir sturtuklefar í sundlaugum
Reykjavíkurborg rekur sundlaugar og íþróttahús um víðan völl. Mannréttinda- og lýðræðisráð borgarinnar leggur til að
við uppbyggingu nýrra mannvirkja borgarinnar sem og við breytingar og aðrar framkvæmdir sé þess gætt að salernis-, sturtu- og búningsaðstaða sé eins ókynbundin og frekast er unnt.
Einfalt er að hætta kynjamisrétti borgarinnar og láta af aðgreiningu karla og kvenna í búnings- og sturtuklefum undir mottóinu ,,allir klefar fyrir alla".
Gamaldags kynjamisrétti má ekki líðast Deginum lengur í borg frjálslyndra vinstrimanna.
![]() |
Ókyngreind salerni í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 6. júlí 2018
Fréttaskoðanir og hlutverk ríkisins
Fréttir fjölmiðla endurspegla skoðanir þeirra sem þar starfa. Rétt eins og færsla á samfélagsmiðli er til vitnis um skoðun höfundar. Oft verða færslur á samfélagsmiðlum að fréttum fjölmiðla. Það gerist þegar blaðamaður á ritstjórn hefur þá skoðun að færslan sé frétt. Meira þarf ekki til.
Ísland býr við flokksútgáfur frá upphafi dagblaðaútgáfu. Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn birtu fréttaskoðanir til samræmis við stjórnmálaskoðanir lesenda sinna. Á sjötta áratug síðustu aldar færði Morgunblaðið sig í áföngum úr flokksfaðmi Sjálfstæðisflokksins og varð hægt og sígandi almennt fréttablað. RÚV var undir stjórn pólitískra fulltrúa sem áttu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi.
Um 1990 lögðust flokksblöðin af. Nýjar útgáfur, Bylgjan og Stöð 2, fluttu fréttaskoðanir til samræmis við eigendur sína. Tveir Jónar, annar kenndur við Skífuna og hinn við Baug, lögðu sitt af mörkum til að ,,auðga" fjölmiðlaflóruna. Eftir aldamót eignuðust Exista-bræður Viðskiptablaðið undir sömu formerkjum. Að flytja þóknanlegar fréttaskoðanir. Um tíma komst Morgunblaðið í eigu Björgólfsfeðga sem einnig fjárfestu í útbreiðslu skoðana. RÚV varð að starfsmannaveldi án ábyrgðar gagnvart eiganda sínum.
Netútgáfur taka fjörkipp síðustu ár. Kjarninn, Stundin, DV-Eyjan og Kvennablaðið birta okkur mörgum sinnum á dag margvíslegar fréttaskoðanir.
Í landinu er tjáningarfrelsi sem ríkisvaldinu ber samkvæmt stjórnarskrá að verja. Hugmyndir um að styrkja skoðanaútgáfu einkarekinna fjölmiðla fela allar í sér mismunun. Gangi einhverjar þær fram mun ríkið hampa einni skoðanaútgáfu en lítilsvirða aðra. Það er ekki hlutverk ríkisins að vega og meta hvaða skoðanir skulu fá fjárstuðning og hverjar ekki.
Ef ríkið vill bæta starfsskilyrði einkarekinna fjölmiðla er hægt að gera það með einu pennastriki: leggja niður RÚV.
![]() |
Íslenskir fjölmiðlar fá minni stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júlí 2018
Facebook ritskoðar sjálfstæðisyfirlýsinguna
Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna frá 1776 er uppgjör við nýlenduveldið Bretland. Yfirlýsingin réttlætti sjálfstæðisbaráttuna og hornsteinn bandaríska þjóðríkisins. Facebook ritskoðaði yfirlýsinguna þegar hún var birt á samfélagsmiðlinum.
Að áliti Facebook geymir sjálfstæðisyfirlýsingin hatursorðræðu. Í yfirlýsingunni er m.a. þetta efnisatriði:
He has excited domestic insurrections amongst us, and has endeavoured to bring on the inhabitants of our frontiers, the merciless Indian Savages whose known rule of warfare, is an undistinguished destruction of all ages, sexes and conditions.
Textinn er 18du aldar enska og verður að skilja í samhengi. En Facebook þekkir ekki sögulegt samhengi og stimplar textann sem hatursorðræðu. Það er flókið mál að láta vélar lesa texta og skilja mennskum skilningi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. júlí 2018
Bretar fastir í lygavef Rússahaturs
Fyrir fjórum mánuðum urðu Skripal-feðginin fyrir eiturárás. Bresk yfirvöld kenndu Rússum um árásina. Engar sannanir voru lagðar fram, aðeins þau kringumstæðurök að Skripal hafði verið rússneskur gagnnjósnari.
Núna verður breskt par fyrir eitrun á svipuðum slóðum og Skripal-feðginin. Innanríkisráðherra Bretlands krefur Rússa um skýringar. Þessi viðbrögð eru meira í ætt við söguþráð í skáldsögu eftir Kafka en veruleikann eins og hann blasir við hverjum óbrjáluðum einstaklingi.
Hvers vegna í veröldinni ættu rússnesk yfirvöld að eitra fyrir hversdagslegu bresku pari í breskum smábæ? Það er lyginni líkast að ríkisstjórn Bretlands setji fram slíkar ásakanir. Enda liggur í augum uppi að málið er frá a til ö byggt á skefjalausu Rússahatri sem gengur yfir allan þjófabálk.
![]() |
Vill að Rússar útskýri hvað sé á seyði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. júlí 2018
Geta konur ekki unnið fullt starf?
Ljósmæður eru kvennastétt. Í tilefni af kjaradeilu þeirra sendu hjúkrunarfræðingar, önnur kvennastétt, frá sér fréttatilkynningu. Þar segir m.a.
Starfsumhverfi, vinnutímaskipulag og álag í starfi gerir það að verkum að ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og aðrar heilbrigðismenntaðar kvennastéttir sem vinna vaktavinnu treysta sér ekki til þess að vera í háu starfshlutfalli.
Grunnskólakennarar eru einnig kvennastétt, um 80% þeirra eru konur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara sagði í Kastljósi 22. janúar s.l. að kennarar vildu vera meira heima en samt fá greitt fyrir fulla vinnu.
Grunnskólakennsla er ekki vaktavinna. Rökin um að vaktavinna fæli konur frá fullu starfi stenst ekki.
Samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins eru aðeins 14 prósent ljósmæðra í fullu starfi. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra er nær 70%. Þetta fyrirkomulag getur þýtt tvennt. Í fyrsta lagi að þorri ljósmæðra kjósi hlutastarf til að eiga meiri frítíma. Í öðru lagi að ljósmæður skrái sig í hlutastarf en taki í staðinn yfirvinnu, sem er með hærra tímakaup en dagvinna. Miðað við að meðallaun ljósmæðra í fullri vinnu eru 850 þús. kr. á mánuði virðist seinni kosturinn algengur.
Svo spurningunni í fyrirsögn sé svarað beint. Jú, konur geta unnið fulla vinnu. En þær kjósa að gera það ekki. Opin spurning er hvers vegna. Það skyldi þó aldrei vera að konur séu eitthvað annað en karlar þegar kemur að launavinnu?
![]() |
Ljósmæður mæta með tilboð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Liðakeppni í ljósmæðradeilunni
Í ljósmæðradeilunni eru tvö lið. Annað liðið er heildsteyptara og notar leikaðferðina ,,ekki má sprengja upp launastefnuna, það leiðir til verðbólgu og efnahagslegrar kollsteypu."
Hitt liðið er sundurlausara. Þar er m.a. að finna uppreisnarfólk úr almennu verkalýðshreyfingunni, stjórnarandstöðuna á þingi og ekki síst einstaklinga úr vinstrikreðsum.
Sundurlausa leikskipulagið hljómar svona: ,,látum almannatengla og samfélagsmiðlaumræðuna telja almenningi trú um að ljósmæður séu á vonarvöl - með 850 þús. á mánuði að meðaltali - og þá tekst okkur að sprengja í loft upp launastefnuna og ríkisstjórnina kannski í leiðinni."
Liðakeppnin í ljósmæðradeilunni er tvísýn.
![]() |
Skora á Bjarna að finna betri aðferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Sailsbury-eitrun án Rússa?
Rússum, Pútín forseta sérstaklega, var kennt um að eitra fyrir Skripal-feðginum í breska bænum Sailsbury. Par á fertugsaldri varð fyrir eitrun á svipuðum slóðum.
Eitrunin er stórfrétt. BBC sendir mann á vettvang og sýnishornum er hraðað á rannsóknastofur.
Sailsbury-eitrunin seinni gæti haft verulegar pólitískar afleiðingar. Annað tveggja gerist. Seinna eiturtilvikið staðfestir aðkomu Rússa, sem er ólíklegt, eða afsannar samsæriskenningu bresku ríkisstjórnarinnar, sem er líklegt. Þá verður spurt um pólitíska ábyrgð.
![]() |
Nýtt eitrunarmál í Salisbury |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 4. júlí 2018
Ljósmæður felldu 12% hækkun, forstöðumenn fá 10,8%
Ljósmæður felldu 12 prósent kauphækkun í vor, segir í Fréttablaðinu. Kjararáð veitti forstöðumönnum ríkisstofnana 10,8% prósent launahækkun.
Ljósmæður eru að meðaltali með 850 þús. kr. í mánaðarlaun. Tólf prósent ofan á það gera 950 þús. á mánuði.
En ljósmæður eru sem sé ,,að bugast". Margur launamaðurinn væri til í ,,að bugast" bæði fyrir og eftir hádegi fengi hann 850-950 þús. kr. í mánaðarlaun.
![]() |
Fengu um 10,8% hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 3. júlí 2018
Rétt greining hjá Brynjari á fjölmiðlum
Fjölmiðlar stunda pólitík með hönnun frétta. Nýlegt dæmi af RÚV er þegar Helga Vala Helgadóttir var kölluð til vitnis um að hér á landi væri réttaróvissa.
Helga Vala er réttur og sléttur þingmaður í stjórnarandstöðu og ekki bær um að úrskurða um réttaróvissu. Fólk sem þekkir til Mannréttindadómstóls Evrópu rak vitleysuna ofan í Helgu Völu. RÚV var kappsmál að setja á svið leikrit með Helgu Völu og stjórnarandstöðunni.
Fjölmiðlar búa til staðreyndir með vali á viðmælendum. Helga Vala fór með fleipur en RÚV gerði frétt um hugarburðinn og bjó þannig til staðreynd í opinberri umræðu. Ekkert knúði á að RÚV gerði frétt með stjórnarandstöðuþingmann sem aðalheimild nema vilji til að stunda pólitík.
Brynjar Níelsson segir fjölmiðla í ruslflokki. Ekkert ofmælt þar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)