Ljósmæður felldu 12% hækkun, forstöðumenn fá 10,8%

Ljósmæður felldu 12 prósent kauphækkun í vor, segir í Fréttablaðinu. Kjararáð veitti forstöðumönnum ríkisstofnana 10,8% prósent launahækkun. 

Ljósmæður eru að meðaltali með 850 þús. kr. í mánaðarlaun. Tólf prósent ofan á það gera 950 þús. á mánuði.

En ljósmæður eru sem sé ,,að bugast". Margur launamaðurinn væri til í ,,að bugast" bæði fyrir og eftir hádegi fengi hann 850-950 þús. kr. í mánaðarlaun.


mbl.is Fengu um 10,8% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þar sem þú ert svo fram um að tala um heildarlaun fólks, óháð því hversu langur vinnutími liggur að baki, er kannski rétt að bera saman þá launahækkun sem ljósmæðrum var boðið, við þá launahækkun sem forstjóri Landsspítalans var að fá um síðustu mánaðarmót, afturvirkt um hálft ár eða svo.

Ekki veit ég hvaðan þú hefur þær upplýsingar um að ljósmæðrum hafi verið boðin 12% launahækkun, mínar heimildir eru að tilboðið hafi hljóðað upp á heil 4%. og koma þær upplýsingar innan úr þrengsta hring samninganefndar ljósmæðra.

Ekki kemur fram í gögnum kjaradóms heitins, hvað forstjóri Landspítalans fékk nákvæmlega, einungis sagt að meðaltalshækkun úrskurðarins nemi 10,8%.

Ef við tökum 4% hækkun á meðaltals heildarlaun ljósmæðra, gerir það nálægt 34.000 krónum per mánuði. Hversu langur vinnutími liggur þar að baki kemur ekki fram.

Ef aftur er tekin 10,8% hækkun á laun forstjóra Landsspítalans, var hann að fá nálægt 220.000 króna hækkun við hver mánaðarmót og í bónus afturvirkt um marga mánuði. Nálægt helmingur launa forstjórans er greiðsla upp á 135 einingar fyrir unna eða óunna yfirvinnu!

Jafnvel draumatalan þín, 12% hækkun launa ljósmæðra, gera þó ekki nema 102.000 kr. eða innan við helming þeirrar hækkunar sem yfirmaður þeirra var að fá.

Rétt er einnig að geta þess að þær þúsundir launafólks sem þiggur laun samkvæmt kjarasamningum, þarf að láta sér nægja 300.000 krónur í heildarlaun á mánuði. Það er einungis þriðjungi fleiri krónur en forstjóri Landsspítalans fékk í hækkun sinna launa! Margt af þessu fólki á ekki kost á yfirvinnu og ekkert af því fær greitt fyrir óunna yfirvinnu. Ef það er svo heppið að vinna vaktavinnu og fá vaktarálag, fara fyrstu 20.000 krónur vaktaálagsins til að ná 300.000 króna lágmarkinu. Það fólk er því með raunveruleg grunnlaun upp á 280.000 krónur á mánuði!!

Það skal því engan undra þó verkalýðshreyfingin sé orðin ókyrr og ekki ætti nokkrum manni að koma á óvart þó hér á landi muni allt loga í verkföllum eftir næsti áramót!!

Gunnar Heiðarsson, 4.7.2018 kl. 10:42

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

125 sem ég tala um eru úr Fréttablaðinu, sem ég vísa í.

Almennt um laun ljósmæðra er það að segja að ef meðalheildarlun á mánuði þeirra í fyrra eru um 850 þús. kr. eru þau um 200 þús. kr. hærri en meðalheildarlaun í landinu á sama tíma.

Ljósmæður eru verðugar launanna. En það eru engin rök fyrir því að þær fái meiri launahækkun en almennt gerist með ríkisstarfsmann.

Það er önnur umræða hvert launabilið á að vera á milli almennra starfsmanna, bæði hjá ríki og á almenna vinnumarkaðnum. Í grófum dráttum virðist margfeldi launa yfirmanna m.v. almenna starfsmenn vera á bilinu 1,5 til 2,5. 

Launajafnrétti á Íslandi er meira en á flestum byggðum bólum. En umræðan er á þann veg að hér búi einhver yfirstétt sem sitji yfir hlut almennings. Ekkert er fjarri sanni.

Páll Vilhjálmsson, 4.7.2018 kl. 11:06

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sem fréttamaður ættir þú að hafa áttað þig á, við lestur fréttarinnar, að launahækkunin sjálf sem boðin var hljóðaði upp á var 4,2%. Það var síðan mat samningarnefndar ríkisins að heildar hækkun gæti numið 12%, en í því fólust ýmsar breytingar sem kæmu þá misjafnt niður á ljósmæður. Sjálfar mátu ljósmæður þær breytingar mun lægra og eftir stóð að örugg hækkun til þeirra allra hljóðaði upp á 4,2%, eins og fram kemur í fréttinni.

Gunnar Heiðarsson, 4.7.2018 kl. 12:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo má spyrja þeirrar spurningar, hvers vegna ekki var bara samið um 12% hækkun launa ljósmæðra. Ef samninganefnd ríkisins taldi sig hafa heimild til að semja um slíka hækkun, hvers vegna var þá verið að fela tvo þriðju hækkunarinnar í einhverjum hliðaraðgerðum?

Svarið er einfalt, samninganefnd ríkisins vissi sem var að þó að með góðum vilja mætti reikna þær hliðaraðgerðir til nokkurrar hækkunar launa, er ljóst að sú hækkun er mun minni og í flestum tilfellum verðlaus. Á þessu áttuðu ljósmæður sig og höfnuðu því samningnum.

Það er nokkuð víst að ef ljósmæðrum hefði verið boði 12% hækkun á launum, raunhækkun, hefðu þær samþykkt samninginn.

Gunnar Heiðarsson, 4.7.2018 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband