Föstudagur, 20. mars 2020
Snjallt útspil ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin léttir undir með atvinnurekstri og veitir heimilum hjálparhönd með því að bæta upp laun þeirra sem fara í hlutastarf.
Atvinnurekendur halda starfsfólki lengur og verða tilbúnir í hagvöxtinn eftir farsóttina. Tekjufallið verður minna hjá heimilum launafólks og einkaneysla dregst ekki jafn mikið saman og ella.
Við eigum öll að taka hatt okkar ofan fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Vel gert.
![]() |
Full laun upp að 400 þúsund krónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. mars 2020
Vilhjálmur: ég er fáviti, hlustið samt á mig
Þeir skríða snillingarnir undan fjörusteinum í veirufárinu. Einn þeirra er verkalýðsfrömuður ofan af Skaga.
Vilhjálmur segist ekkert vita í sinn haus um sóttvarnir en gagnrýnir samt viðbrögð yfirvalda. Hann skrifar ,,því nú hefur sagan sýnt okkur að versta sviðmynd sem landlæknir teiknaði upp 26. febrúar stenst ekki nokkra skoðun." Villi minn, það sem gerðist fyrir þrem vikum er ekki ,,saga" heldur samtími. Forðastu fullorðinsorð sem þú skilur ekki.
Eyjan birtir færslu fávitans. Margt er líkt með skyldum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. mars 2020
Ísland er ekki Kína, Inga og Frosti
Inga Sæland og Frosti Sigurjónsson tala fyrir lokun Íslands. Frosti hefur bent á Kína og önnur Asíuríki sem fordæmi.
Ísland gat ekki og getur ekki beðið af sér kórónuveiruna með því að einangra landið. Í fyrsta lagi voru og eru margir Íslendingar í útlöndum. Við getum ekki lokað á þá. Í öðru lagi er Ísland opið þjóðfélag sem virðir rétt fólks til frjálsrar farar, Kína er það ekki. Í þriðja lagi verður COVID-19 ekki útrýmt úr heiminum í bráð. Ef við hefðum lokað landinu, bæði fyrir Íslendingum erlendis og útlendingum, hefði veiran heimsótt okkur fyrr en síðar.
Ingu og Frosta gengur sjálfsagt gott eitt til. En þau eru haldin misskilningi á grunneinkenni íslensks samfélags; við erum frjáls þjóð í frjálsu landi.
![]() |
Farþegaumferð í Leifsstöð hefur snarminnkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. mars 2020
EES-samningurinn einskins virði, veitir falskt öryggi
Farsóttin fer illa með moldvörpurnar í stjórnarráðinu sem ár og síð segja okkur að EES-samningurinn sé trygging fyrir utanríkisviðskiptum Íslands.
Gulli utanríkis er talsmaður ESB-sinna í stjórnarráðinu og hann heldur áfram að verja það sem er óverjandi, EES-samninginn.
Fyrir löngu átti að vera búið að setja upp EES-samningnum og koma utanríkisviðskiptum okkar í annað horf en að halda Íslandi í stöðu hjálendu Evrópusambandsins.
![]() |
Sölubann ESB brot á EES-samningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. mars 2020
Högg á Ísland frá ESB; RÚV þegir
Evrópusambandið leggur bann á sölu hlífðarbúnaðar til Íslands.
Þetta er stórfrétt.
RÚV þegir, segir ekki orð.
![]() |
Evrópusambandið bannar sölu á grímum til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 19. mars 2020
Vald, traust og sérfræðiþekking
Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í því sem ekki er vitað. Það er einfaldlega mótsögn. Í tilfelli farsóttarinnar, sem kennd er við COVID-19, veit enginn hvenær hún mun ná hámarki, hver dauðatollurinn verður og enn síður er vitað um efnahagslegar afleiðingar.
Þetta gildir bæði um Ísland og heiminn í heild sinni.
Sérfræðiþekking á sviði faraldsfræða og tölfræði meta líkur hvenær sóttin nær hámarki, út frá gefnum forsendum. Líkurnar eru upplýst ágiskun, ekkert meira. Hagfræðingar eru í algjöru myrkri um sínar spár, þær eru ekki einu sinni upplýst ágiskun heldur skot út í loftið.
Þrátt fyrir óvissuna, eða kannski einmitt vegna hennar, verður að treysta yfirvöldum til að taka ákvarðanir í þágu almannahagsmuna. Ef við treystum ekki yfirvöldum blasir við óreiða og samfélagsupplausn. Ótti og óreiða ofan í farsóttina er eitruð blanda sem enginn ætti að brugga.
Farsóttin er staðreynd og það er óvissa framundan. Tíminn einn leiðir í ljós hvað verður. Og, eins og Færeyingar segja, tíminn er nægur - það kemur alltaf meira af honum.
![]() |
218.815 smitaðir, 84.114 hafa náð sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. mars 2020
RÚV fyrir greindarskerta
Fréttamaður RÚV, Arnhildur Hálfdánardóttir, bauð í Speglinum í kvöld upp á nýjung í samstarfi við loddara úr Borgarfirði, sem á langa sögu að selja Evrópusambandið Íslendingum.
Eiríkur er kynntur til sögunnar sem prófessor við Háskóla Íslands. Heimasíða héraðsskólans skráir Eirík þó enn sem starfsmann. Dómgreindar-Hildur kann sennilega ekki að fletta á netinu og tók orð loddarans trúleg. Næst trúir fréttamaðurinn sennilega að Eiríkur sé forseti Íslands í hjáverkum.
En, sem sagt, Dómgreindar-Hildur og borgfirska gáfnatröllið sögðu að Íslendingar ættu að skammast sín að standa saman gegn COVID-19 og ekki væri nóg alþjóðahyggja hér á landi; ESB veit jú best, en, guð hjálpi okkur, skálkurinn Trump minnst.
RÚV reynir að sinna minnihlutahópum á jaðri samfélagsins og ber að taka hatt sinn ofan fyrir viðleitninni.
En kynningin á nýmælinu fórst fyrir. Hún átti að vera eftirfarandi: Undirmálsfréttamaður í samstarfi við loddara segir fréttir fyrir greindarskerta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 18. mars 2020
Krónan staðfestir yfirburði sína
Án krónu væri Ísland illa statt. Krónan bar tiltölulega háa vexti þegar atvinnulífið var í þenslu. Við getum lækkað vextina núna þegar kreppir að vegna efnahagskreppa knýr dyra.
Hvað getur Evrópa með sina evru gert?
Ekkert. Vextir í Evrópu voru fyrir farsóttarkreppu á núlli.
Evran er ónýtur gjaldmiðill. Krónan aftur bjargvættur lands og lýðs, eins og einatt áður.
![]() |
Sannfærandi hjá Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18. mars 2020
Ríkisvaldið, traust og dauð alþjóðahyggja
Ef útlendingar segðu Íslendingum hvernig þeir ættu að haga farsóttarvörnum, til dæmis með beinni Skype-útsendingu frá Brussel, myndu Jón og Gunna á Fróni skella við skollaeyrum. Ríkisvaldið þarf að tala tungumál íbúaanna. Annars er ekkert traust.
Þjóðverjar lokuðu landamærum sínum áður en landamærum Evrópu var lokað gagnvart umheiminum. Þjóðverjar vildu ekki COVID-19 smit frá Austurríki og Ítalíu. Veiran komu úr austri, frá Kína, það var vitað um áramótin. Hvers vegna var landamærum Evrópu ekki lokað strax í janúar? Vegna þess að það var ekkert traust.
Íslendingar eru eyþjóð og háðir samgöngum í austur og vestur. Það kom ekki til greina að loka landamærum Íslands vegna þess að fyrirsjáanlega myndi kórónuveiran kom hingað fyrr en síðar. Sá kostur var tekinn, í samræmi við íslenska hagsmuni, að hafa landið opið og setja þá landa okkar í sóttkví sem komu sýktir frá útlöndum. Evrópa í heild gæti aldrei farið sömu leið og Ísland, álfan er of stór og talar of mörg tungumál.
Farsóttin mun drepa þá hugmyndafræði alþjóðahyggjunnar að yfirþjóðlegt vald sé betra en staðbundið. Þess sjást þegar merki í íslenskum stjórnmálum. Flokkar alþjóðahyggju, Samfylking, Viðreisn og Píratar, eru eins og úldnir kartöflusekkir. Þeir hafa ekkert til málanna að leggja og híma út í horni, illa þefjandi og skömmustulegir. ESB-guðinn var afhjúpaður sem forneskja og hindurvitni.
![]() |
Evrópusambandið lokar landamærum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. mars 2020
Nei, sko, Gulli nær landafræðiprófi úr leikskóla
Já, Ísland er eyja, og hefur verið frá örófi alda. Moldvörpur ESB í utanríkisráðuneytinu sannfærðu aftur Gulla utanríkis að Ísland væri skagi á meginlandi Evrópu og því yrði að samþykkja hér orkupakka ESB og halda landinu í Schengen.
En svo löðrungaði Brussel Gulla utanríkis með því að loka á samgöngur til og frá landinu. Og Gulli kveikti á perunni: Ísland er eyja og ætti ekki að vera landamæraútstöð ESB.
Ef Gulli hefði manndóm í sér að fylgja eftir nýfengnum skilningi á landafræði og taka Ísland úr Schengen-samstarfinu fengi hann stórt prik.
![]() |
Við erum eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)