Schengen er búið að vera, Áslaug - segðu Gulla það

Evrópa gefst upp á sameiginlegum landamærum, kenndum við Schengen-samstarfið, en ríkisstjórn Ísland þarf sérstakan fund til að skilja skriftina á veggnum.

Tornæmi er ríkjandi stjórnarstefna þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. EES-samningurinn lagðist á líknardeild 2016 þegar Bretar ákváðu Brexit. Glamúrliðið í utanríkisráðuneytinu heldur enn að EES sé á vetur setjandi og lét okkur kokgleypa 3 orkupakkanum í þágu Norðmanna.

Covid-18 farsóttin leggur Schenegn á líknardeild í ár. Öll ríki ESB loka landamærum sínum en íslensk stjórnvöld vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga.

Covid-19 gengur yfir á fáeinum mánuðum. ESB-veiran í stjórnarráðinu í Reykjavík er aftur viðloðandi andskoti í mörg herrans ár.


mbl.is Fundað um mögulega landamæralokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran, óvissan og þolinmæðin

Yfirvöld vita ekki hvenær C-19 farsóttin gengur yfir. Enginn veit það. Umræðan um að mynda hjarðónæmi er fræðileg fremur en að hún þjóni hagnýtum tilgangi.

Ef veiran lognast ekki útaf í vor, líkt og flensufaraldur, verður að taka nýjar ákvarðanir, sem bíða síns tíma. Ef bóluefni við veirunni kemur næsta haust verður strax bjartara yfir.

Þjóðin heldur þolinmæði sinni og sættist á óvissuna á meðan yfirvöld sýna trúnað og segja hlutina eins og þeir eru. Sem yfirvöld virðast hafa gert hingað til.


mbl.is Misskilningur í gangi um hjarðónæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiran og vestræn hnignun

Asíuþjóðir ráða betur við COVID-19 faraldurinn en vestrænar. Kórónuveiran drepur og spurt verður hvers vegna asísk þjóðríki veita íbúum sínum betri lífslíkur en vestræn.

Fyrsta svarið verður að meiri virðing er borin fyrir yfirvaldi í Asíu en á vesturlöndum. Annað svarið er að einstaklingshyggja er komin úr öllum böndum á vesturlöndum á meðan samfélagsleg ábyrgð er ríkari meðal Asíubúa. Þriðja svarið er að vestræn menning gekk í barndóm og lét vanrækta sænska stúlkukind telja sér trú um að maðurinn stjórni náttúrinni en sé ekki hluti hennar.

Fyrsta svarið, virðingarleysi gagnvart yfirvöldum, er sjálfssannað og þarf ekki umræðu. Ábyrgðarlaus einstaklingshyggja lýsir sér t.d. í velgengni samtaka eins og No Borders. Engin landamæri þýða einfaldlega að hver og einn getur vaðið á skítugum skónum hvert hann vill. Með veirusmit eða ekki, með trúarfasisma eða kvenfyrirlitninu, - og krafist þjónustu. Bjálfatrúin á manngert veðurfar er nýju fötin keisarans, trú á það sem ekki er.

Vestræn hnignun er sjálfskaparvíti. Þau eru verst.

 


mbl.is Gæti varað til næsta vors og 7,9 milljónir á spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband