Gulli utanríkis fattar landafræði

Ísland lenti á bannlista Bandaríkjanna þar sem við erum í Schengen-samstarfi ESB. Gulli utanríkis þykist voða lítið vita um af hverju við erum í Schengen. Í frétt mbl.is segir

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Guðlaug­ur að þar hafi hann mót­mælt ákvörðun­inni harðlega og farið fram á að fund­in yrði lausn fyr­ir Ísland sem byggðist ann­ars veg­ar á  „land­fræðilegri legu okk­ar“ og hins veg­ar á þeim ákveðnu aðgerðum sem ís­lensk stjórn­völd hafa gripið til vegna veirunn­ar.

Landfræðileg lega okkar, Gulli minn, ætti að útiloka að værum í Schengen-samstarfi Evrópusambandsins. Við eigum ekki heldur heima í EES-samstarfinu af sömu ástæðu.

Ísland er eyja á Norður-Atlantshafi, ekki sker við strönd meginlands Evrópu.

Núna þegar Gulli þykist skilja landafræði: er einhver von til þess að nýfengnum skilningi sjái stað í pólitík utanríkisráðherra? Eða er það kannski til of mikils mælst? 


mbl.is Hefur óskað eftir símafundi með Pompeo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf með 3% dauða - eða eymd

Kórónuveiran, COVID-19, er yfirlýstur heimsfaraldur. Viðbrögðin lama alþjóðahagkerfið. Á næstu dögum og vikum blasa við heimsbyggðinni tveir vondir kostir, þar sem annar útilokar hinn.

Í fyrsta lagi að skella í lás, einangra samfélög og loka landamærum ríkja. Kostnaðurinn verður óheyrilegur. Skorturinn í kjölfarið eykur óróa og leiðir til óeirða þar sem þolinmæði er lítil fyrir.

Í öðru lagi að aflýsa heimsfaraldrinum og leyfa veirunni að éta sig í gegnum lönd og lýð. Dauðatollurinn er um 3%.

Frumskylda yfirvalda í hverju ríki er við líf og heilsu íbúanna. Önnur að almenningur fái nóg að bíta og brenna. Skyldurnar verða ekki báðar uppfylltar.

Enginn með mannaforráð útskýrir fyrir almenningi valkostina. Það væri pólitískt sjálfsmorð. Bloggari norður við Dumbshaf er aftur frjáls orða sinna.


mbl.is WHO lýsir yfir heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband