Ísland er ekki Kína, Inga og Frosti

Inga Sæland og Frosti Sigurjónsson tala fyrir lokun Íslands. Frosti hefur bent á Kína og önnur Asíuríki sem fordæmi. 

Ísland gat ekki og getur ekki beðið af sér kórónuveiruna með því að einangra landið. Í fyrsta lagi voru og eru margir Íslendingar í útlöndum. Við getum ekki lokað á þá. Í öðru lagi er Ísland opið þjóðfélag sem virðir rétt fólks til frjálsrar farar, Kína er það ekki. Í þriðja lagi verður COVID-19 ekki útrýmt úr heiminum í bráð. Ef við hefðum lokað landinu, bæði fyrir Íslendingum erlendis og útlendingum, hefði veiran heimsótt okkur fyrr en síðar. 

Ingu og Frosta gengur sjálfsagt gott eitt til. En þau eru haldin misskilningi á grunneinkenni íslensks samfélags; við erum frjáls þjóð í frjálsu landi.


mbl.is Farþegaumferð í Leifsstöð hefur snarminnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Að loka sig af, er einungis að "kaupa tíma". Hvorki Kína né önnur lönd eru hólpin og allar umsagnir Kína eru einskis virði. Að nota aðferðir Mao og láta "þá sjúku" deyja, og brenna líkin til að dylja sönnunargögnin gengur ekki hylma á slíkan hátt á Íslandi.

Það eina sem bjargar okkur, er að líkami okkar hefur náð að mynda "anti-bodies" gegn þessari veiru. Að halda að veiran hverfi, er bara bull og heimska, sem ekki á sína líka.

Þess vegna er kapphlaupið, að mynda meðöl sem geta aðstoðað þá veikustu og "vaccin" til að geta bygg "immune system" gegn þessari veiru.

Það sem Svíþjóð gerir, til að "lengja" tíman svo að hægt sé að hafa við þessu bóluefni, samt að geta átt meðöl er rétt aðferð.

Menn eiga að leita sér upplýsinga um hvað Kínverska "Maó" aðferðin hefur í för með sér, og ef menn eru slíku sammála ... eiga þeir bágt, reglulega bágt.

Örn Einar Hansen, 19.3.2020 kl. 20:14

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fólk forðast smit og kemur sér í sjálfsskipað sóttkví, ef það getur. Það er nánast engin á ferli utandyra nema þeir sem verða vinnu sinnar vegna og samfélagsskyldu að sinna öðru fólki. Það er alveg sama hvernig á það er litið, tillögur Ingu Sædal og Frosta eru vægast sagt óraunhæfar. 

Smitættan er mest þar sem margir eru saman í kös, á skemmtiferðaskiptum, í Egilshöll, á elliheimilum og víðar. Hvað á að gera? Hvernig á ósköpunum á að "rjúfa" smit? Á að senda starfsfólk elliheimila heim, loka eldhúsinu og svelta gamla fólkið - í nokkrar vikur?

Loka landinu? Hvað með lögreglu, leigubilstjóra, lækna og þúsundir annarra sem verða að sinna samborgurunum sínum. Það er vissulega áhættusamt. Ef skilaboðin eru of örvæntingafull mun fólk neita að taka þá áhættu að umgangast annað fólk.

Maó er dauður.  

Allir gera sitt besta til að smita ekki aðra. Úr því sem komið er, fyrst bölvuð veiran er kominn til landsins á annað borð er ekki hægt að svelta hana í hel án þess að svelta fólk um mat, þjónustu og umhyggju.

Benedikt Halldórsson, 19.3.2020 kl. 20:58

3 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Það er greinilegt að hér er aðeins ein skoðun rétt en eins og komið er fyrir okkur og það mun aðeins versna þá held ég að með því að loka fyrir flug með farþega hefði verið það eina rétta.

Óli Már Guðmundsson, 20.3.2020 kl. 00:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei og alls ólík lönd. Hvað erum við oft minnt á að landamæri okkar(án Schengen)eru svo vel fallin til að verjast svona venjulegri innrás,en stjórnmálamenn Íslands samþykkja að þau nái austur að Tyrklandi,svakalegt frelsi það fyrir ísland! Páll er viss um að Covid-19 verði ekki útrýmt í bráð,þótt við eigum minningar um útrýmingu berkla með samtakamætti; Grunneinkenni íslensks samfélags rétt eins og frelsið.- Ég hefði kosið að loka strax þegar fréttist af bráðdrepandi óværunni en hafa samt ráðrúm til að koma löndum okkar heim.--

Heimsæki veiran óvini sína hingað aftur verður komin viðbótar þekking og giska lyf sem fella hana.  


Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2020 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband