Viðskiptaráð er óvinur samfélagins

Viðskiptaráð harmar að opinberir starfsmenn fái ekki á sig  kjaraskerðingu vegna kórónuveirunnar. Viðskiptaráð er félagsskapur stærstu fyrirtækja landsins sem fá um 20 milljarða króna gefins frá ríkinu til að borga laun.

Farsóttin leiðir til umframvinnu hjá fjölmennum starfshópum ríkis og sveitarfélaga. Um heilbrigðisstarfsfólk þarf ekki að ræða, jafnvel Viðskiptaráð hlýtur að sjá það. En leik- og grunnskólakennarar eru í framlínunni, útsettir fyrir smit frá heimilum og búa við manneklu vegna sóttkvía og einangrunar. Framhaldsskólakennarar urðu á einni helgi að stokka upp kennsluáætlanir og læra á fjarfundabúnað og skipuleggja rafræn samskipti við nemendur.

Ef eitthvað er ættu opinberir starfsmenn að fá álagsgreiðslur fyrir að leggja á sig meiri vinnu við að halda grunnþjónustu samfélagsins gangandi.

Í Viðskiptaráði er kannski áferðafallegt fólk, - en það er ljótt að innan.


Þríeykið - nýtt sniðmát yfirvalds

Þeir sem vilja vera yfirvald á Íslandi og láta taka mark á sér (sem ekki er sjálfsagður hlutur) leita í smiðju þríeykisins, einkum lögregluhluta þess.

Í félagsmiðlum rífa róttæklingar hár sitt í gremju. Sannfærandi yfirvald er eitur í þeirra beinum.

Fagleg festa þríeykisins er nýmæli yfirvalds á Íslandi sem lengi hefur búið við lausung og óreiðu.


mbl.is „Ég hlýði Víði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttastjórnun á tímum veiru

Farsóttin kennd við kórónu er tvöföld atlaga að samfélaginu. Líf og heilsu, ásamt heilbrigðiskerfi, annars vegar og hins vegar afkomu og atvinnulífi.

Óttastjórnun er mikilvægasta pólitíska listin á tímum farsóttar. Óttinn þarf að vera nógu mikill til að almenningur láti segjast og fylgi fyrirmælum yfirfalda um sóttvarnir; óstjórnlegur ótti aftur lamar samfélagið og leiðir til öfgaviðbragða sem gera illt verra.

Ótti blandaður reiði lamaði Ísland eftir hrunið. Stjórnmálakerfið splundraðist og öfgar léku lausum hala á Austurvelli.

Ekkert slíkt er á ferðinni núna. Farsóttin er ekki manngerður andskoti blandaður glæpahneigð fárra auðmanna heldur í ætt við náttúruhamfarir, sem enginn gat að gert.

Óttastjórnun verður einfaldari. Verkskipting yfirvalda, í einn stað þríeyki lögreglu og tveggja lækna og í annan stað ríkisstjórnin, tekur á farsóttinni af raunsærri yfirvegun. Í hruninu var hrópað ,,Ónýta Ísland" en nú heitir það ,,Við hlýðum Víði".

 


mbl.is „Óttumst hið versta en vonum það besta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband