98% traust - tvær skýringar

Baráttan gegn kórónuveirunni er í höndum fagfólks. Þríeykið er einn lögreglumaður og tveir læknar. Þríeykið notar vald sitt í hófi. Íslendingar búa við minni röskun á hversdagslífi sínu en þorri annarra þjóða í sambærilegri stöðu.

Þetta er fyrri skýringin á dæmafáu trausti sem opinber aðili nýtur í samfélaginu.

Seinni skýringin er afleidd af þeirri fyrri. Fólk veit að þegar baráttunni lýkur og hættan er liðin hjá færast málefnin í fyrra horf. Víðir verður aftur embættismaður baksviðs og Alma og Þórólfur sitja sín embætti án víðtæks umboðs til að stýra samfélaginu líkt og þau hafa á neyðartíma.  


mbl.is Aðeins 2% vantreysta heilbrigðisyfirvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráð fær ekki að sulla með opinbert fé

Viðskiptaráð hélt um tíma að það fengi alræðisvöld á Íslandi, vildi rétta fyrirtækjum ókeypis peningum frá ríkinu og ráðskast með opinbera starfsmenn sem halda grunnþjónustu samfélagsins ganga á tímum sóttkvía og samkomubanns.

Viðskiptaráð tapaði þeirri litlu tiltrú sem þessi hugveita stórfyrirtækja þó hafði.

Ríkisvaldið sá í gegnum brellu hugveitunnar, sem var að mála skrattann á vegginn og boða efnahagslegar hörmungar, en fá í staðinn víðtækt umboð til að skipa öðrum að sitja og standa í þágu stórfyrirtækjanna.

Viðskiptaráð er rúið trausti og ráðleggingar hugveitunnar að engu hafðar. Takmörkunum á meðferð fyrirtækja á almannafé verður mótmælt af Viðskiptaráði. En enginn mun hlusta.


mbl.is Fyrirtækjum með brúarlán bannað að greiða út arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV birtir ekki hrós um Ísland

Stöð 2 og RÚV vitnuðu báðar í blaðamannafund yfirmanns sóttvarna í Danmörku. En einn stór munur var á ritstýringu fréttarinnar.

Stöð 2 sagði að Daninn hefði hrósað Íslendingum fyrir skynsamlegar sóttvarnir.

RÚV gat ekki fengið sig til að birta lofsamleg ummæli um Ísland.

RÚV sérhæfir sig í neikvæðum fréttum um land og þjóð. And-íslensk viðhorf eru ráðandi á Efstaleiti. Þjóðin greiðir skylduáskrift til RÚV en fær í staðinn spark í kviðinn frá ölmusufólkinu á Efstaleiti.


Bloggfærslur 29. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband