Aflýsir Gulli dönskum dögum í Hagkaupum?

,,Heimildir mínar herma að Guðlaugur Þór ætli að mótmæla ákvörðun danskra stjórnvalda um að loka landamærum Danmerkur. Í kjölfarið muni hann tilkynna að dönskum dögum í Hagkaupum hafi verið aflýst."

Ofanritað er tekið af Fjasbókinni. Gulli utanríkis kallar fram það besta í mönnum. 


mbl.is Halda áætlun þrátt fyrir aðgerðir Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, Gulli, kalt stríð við Bandaríkin

Gulli utanríkis tapar dómgreindinni í veirufárinu og lýsir yfir köldu stríði við Bandaríkin. ,,Þegar komið er á ferðabann eru ekki leng­ur for­send­ur fyr­ir svona æf­ingu. Það sér það nú hver maður," segir borgfirski strákurinn með þjósti í Mogga fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Æfingin sem um ræðir er ekki dansæfing dáta og kokteilliðsins í ráðuneytinu heldur heræfing samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna.

Ástæða reiðikasts ráðherra er að Ísland var ekki tekið út af lista Evrópuríkja sem bandarískt ferðabann tekur til. En við erum einmitt á þeim lista vegna reginmistaka forvera Gulla að gera Ísland að landamærahéraði ESB, - með Schengen samstarfinu.

Kalt stríð við Bandaríkin þjónar ekki íslenskum hagsmunum. Öðru nær. Óvinátta við voldugan nágranna í vestri gerir okkur enn háðari ríkjabandalaginu í austri, Evrópusambandinu. Og vorum við fyrir undir frönsk-þýskum járnhæl er krefst æ frekari íhlutunar í íslensk málefni, nú síðast í raforkumálum.

Ráðslag þess borgfirska í samskiptum við Bandaríkin gerir hann að, afsakið þýskuna, Dummkopf. Til að friðþæga goðin í Washington þarf fórn og hana ekki veigalitla. Vestur þarf að senda á fati pólitískt höfuð Gulla utanríkis. Bjarni, finndu arftaka í snatri. Á morgun gæti það orðið of seint.

 


mbl.is Guðlaugur setur heræfingu á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband