Úps, Gulli, Trump opnar en Ísland lokað í Schengen

Trump gæti opnað Bandaríkin á meðan Evrópa er lokuð. Þökk sé Gulla utanríkis er Ísland lokað inn í ESB-bixinu sem kennt er við Schengen.

Gulli kveikti nýverið á því að Ísland væri eyja og ætti að halda samgöngum opnum til austurs og vesturs.

En lærdómurinn fór fyrir lítið. Ísland er enn bundið á klafa Schengen. Það verður skrítið upplitið á Gulla þegar ferðaþjónustan spyr hvers vegna bandarískir ferðamenn fái ekki að koma til landsins.

 


mbl.is Opna verði landið mjög fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalistar í Eflingu gefast upp - samstaðan sigraði

Sósíalistarnir í forystu Eflingar mættu samstöðu, bæði almennings og samtaka sveitarfélaga, og gáfust upp á verkfallsaðgerðum sem átti að nota til að lama samfélagið.

Ekki er mikil reisn yfir uppgjöfinni. Sósíalistar hrópa ókvæðisorð, nota orð eins og ,,ómerkileg", ,,skömm" og ,,ósvífni" um viðsemjendur sína.

En hverjir eru viðsemjendur Eflingar? Jú, fulltrúar almennings, sem fengu umboð í lýðræðislegum kosningum til að gæta almannahagsmuna.

Í kosningum til sveitastjórna er almenn þátttaka, um 70 prósent. Aftur tóku um átta prósent, já, 8 prósent, félagsmanna Eflingar þátttöku þegar sósíalistar hrifsuðu til sín völdin. 


mbl.is Samninganefnd Eflingar frestar verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðlegur vandi, staðbundnar lausnir

Bretar boða útgöngubann í 3 vikur, Hollendingar samkomubann fram í júní, Þjóðverjar eru öfundaðir af þýskri skilvirkni í baráttunni við veiruna á meðan Ítölum er vorkennt.

Kórónuveiran er alþjóðlegur vandi en staðbundnar lausnir eru ráðandi. 

Það gildir ekki lengur að alþjóðlegur vandi kalli á alþjóðlegar lausnir. Goðsaga alþjóðasinna er fallin.

Þeir sem tala sama tungumál, búa í eigin menningu og tileinka sér áþekk siðagildi taka ákvarðanir sem eiga við staðbundnar aðstæður. 

Kórónufarsóttin staðfesti sannindi sem alþjóðahyggjan reyndi að fela. Trúnaður og traust eru staðbundnir eiginleikar en ekki markaðsvara sem verður seld og keypt á alþjóðlegum markaði

Það er einmitt trúnaður og traust sem bindur saman íbúa og yfirvöld þjóðríkis.


mbl.is Útgöngubann í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband