Ríkisvaldið, traust og dauð alþjóðahyggja

Ef útlendingar segðu Íslendingum hvernig þeir ættu að haga farsóttarvörnum, til dæmis með beinni Skype-útsendingu frá Brussel, myndu Jón og Gunna á Fróni skella við skollaeyrum. Ríkisvaldið þarf að tala tungumál íbúaanna. Annars er ekkert traust.

Þjóðverjar lokuðu landamærum sínum áður en landamærum Evrópu var lokað gagnvart umheiminum. Þjóðverjar vildu ekki COVID-19 smit frá Austurríki og Ítalíu. Veiran komu úr austri, frá Kína, það var vitað um áramótin. Hvers vegna var landamærum Evrópu ekki lokað strax í janúar? Vegna þess að það var ekkert traust.

Íslendingar eru eyþjóð og háðir samgöngum í austur og vestur. Það kom ekki til greina að loka landamærum Íslands vegna þess að fyrirsjáanlega myndi kórónuveiran kom hingað fyrr en síðar. Sá kostur var tekinn, í samræmi við íslenska hagsmuni, að hafa landið opið og setja þá landa okkar í sóttkví sem komu sýktir frá útlöndum. Evrópa í heild gæti aldrei farið sömu leið og Ísland, álfan er of stór og talar of mörg tungumál.

Farsóttin mun drepa þá hugmyndafræði alþjóðahyggjunnar að yfirþjóðlegt vald sé betra en staðbundið. Þess sjást þegar merki í íslenskum stjórnmálum. Flokkar alþjóðahyggju, Samfylking, Viðreisn og Píratar, eru eins og úldnir kartöflusekkir. Þeir hafa ekkert til málanna að leggja og híma út í horni, illa þefjandi og skömmustulegir. ESB-guðinn var afhjúpaður sem forneskja og hindurvitni.


mbl.is Evrópusambandið lokar landamærum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hárrétt.

Hver húsráðandi hefur betri yfirsýn yfir það sem þarf að laga í eigin húsi, en þekkir ekki ástand annarra húsa. Opinber hús verða stundum myglu að bráð. Venjuleg alþýða sem skoðar íbúðir til kaups sér myglu og annað smásmugulegt. Hvernig má það vera? Án vísinda og sérfræðiþekkingar?

Það eru ekki vísindi að læsa húsi eða loka landamærum. Heimafólk þekkir sitt hús og sitt land. Það á ekki að þurfa að "sanna" ákvarðanir sínar eða banna þeim að taka ákvarðanir án samráðs við "vini" sína. Það er lamandi samráð. Þess vegna gengur ESB ekki upp. Engin hefur yfirsýn en þó þykjast vel menntaðir sérfræðingar hafa vit fyrir venjulegu fólki. "Sérfræðingar" verða sumir hrokafullir og finnst að leikmenn eigi ekki að ybba gogg. Alvöru vísindamenn fagna spurningum almennings og efa. Þeir skilgreina ekki efa sem glæp gegn mannkyni! En borið hefur á "haldiði kjafti" viðhorfi þegar "vísindin" og "flókin heimsmál" ber á góma. 

ESB er gott dæmi um of mikla fjarlægð þar sem engin ber ábyrgð. Allir eru sem lamaðir þegar raunveruleg vandmál koma upp. Allir bíða eftir að aðrir taki af skarið sem líka bíða eftir að aðrir taki af skarið - í samráði. Ég er ekki bara að tala um kórónuveiruna. Svona hefur það verið mjög, mjög lengi. ESB hefur aldrei leyst vandamál, aðeins búið þau til. 

Það er betra að hver þjóð hafi sín eigin landamæri og sína eigin efnahagslögsögu og einbeiti sér að sínum eigin innanlandsmálunum fyrst og fremst. Síðan gata góðir "grannar" hist, grillað og spáð í nagrannavörsluna og svoleiðis.

Um leið og grannar fara að rugla saman reitum og skipta sér af annarra manna innanhúsmálum og innanlandsmálum, fer illa. 

Benedikt Halldórsson, 18.3.2020 kl. 11:17

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nýlegt dæmi um lamandi hönd ESB.

Engin ætti að leita til hins gjörspillta manréttindadómstóls Evrópu.  Ljósmæður sem gátu ekki af samviskuástæðum tekið þátt í að eyða fóstri, töpuðu eigin mannréttindum  fyrir dómstólnum. Þeim ber að líta á barn sem kona ber undir belti, eins og hvern annan aðskotahlut ef Valdið segir svo. 

Benedikt Halldórsson, 18.3.2020 kl. 11:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Sem og Benedikt, það er leitun að eins mikilli heimsku og má finna í þessum orðum;

Það kom ekki til greina að loka landamærum Íslands vegna þess að fyrirsjáanlega myndi kórónuveiran kom hingað fyrr en síðar. Sá kostur var tekinn, í samræmi við íslenska hagsmuni, að hafa landið opið og setja þá landa okkar í sóttkví sem komu sýktir frá útlöndum. .

Hver er afsökun ykkar veit ég ekki, en ég hélt að þú værir frjáls Páll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 15:50

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Viðbrögð sóttvarnarlæknis og landlæknis voru bara í góðu lagi. Fólk er bara ekki eins vel gefið og þú Ómar, því miður. Við hin verðum að læra jafnóðum af mistökum okkar og annarra. Þannig er það nú bara.  

Benedikt Halldórsson, 18.3.2020 kl. 17:23

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Benedikt.

Ég hélt að það væri ekki afsökun að fólk væri ekki eins vel gefið og ég, hef ekki orðið var það í mínu lífi en reyndar oft orðið var við að mér sé fyrirgefið vegna þess að ég sé eins og ég er.

Þú bullar hins vegar Benedikt minn, bara bullar.

En jafnvel bull og sull fær aldrei útskýrt að við séum með fleiri smit en Hong Kong, eða Taivan, samanlagður íbúafjöldi um 30 milljónir, okkur vantar aðeins 50 smit að slá þessum Austur Asíu ríkjum út í heildarfjölda smita.

Landamærum Íslands er sjálflokað vegna þess að við erum smitaðasta land í heimi miðað við hausafjölda.

Hefðu viðbrögð sóttvarnaryfirvalda verið í góðu lagi, þá væri það ekki svo.  Og þó þú bættir við lof sé Kim Il Sung, þá breyttir það ekki staðreyndum mála.

En gæti hugsanlega styrkt þig í trúnni Benedikt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband