Ísland er ekki Kína, Inga og Frosti

Inga Sæland og Frosti Sigurjónsson tala fyrir lokun Íslands. Frosti hefur bent á Kína og önnur Asíuríki sem fordæmi. 

Ísland gat ekki og getur ekki beðið af sér kórónuveiruna með því að einangra landið. Í fyrsta lagi voru og eru margir Íslendingar í útlöndum. Við getum ekki lokað á þá. Í öðru lagi er Ísland opið þjóðfélag sem virðir rétt fólks til frjálsrar farar, Kína er það ekki. Í þriðja lagi verður COVID-19 ekki útrýmt úr heiminum í bráð. Ef við hefðum lokað landinu, bæði fyrir Íslendingum erlendis og útlendingum, hefði veiran heimsótt okkur fyrr en síðar. 

Ingu og Frosta gengur sjálfsagt gott eitt til. En þau eru haldin misskilningi á grunneinkenni íslensks samfélags; við erum frjáls þjóð í frjálsu landi.


mbl.is Farþegaumferð í Leifsstöð hefur snarminnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES-samningurinn einskins virði, veitir falskt öryggi

Farsóttin fer illa með moldvörpurnar í stjórnarráðinu sem ár og síð segja okkur að EES-samningurinn sé trygging fyrir utanríkisviðskiptum Íslands.

Gulli utanríkis er talsmaður ESB-sinna í stjórnarráðinu og hann heldur áfram að verja það sem er óverjandi, EES-samninginn.

Fyrir löngu átti að vera búið að setja upp EES-samningnum og koma utanríkisviðskiptum okkar í annað horf en að halda Íslandi í stöðu hjálendu Evrópusambandsins.


mbl.is Sölubann ESB brot á EES-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Högg á Ísland frá ESB; RÚV þegir

Evrópusambandið leggur bann á sölu hlífðarbúnaðar til Íslands.

Þetta er stórfrétt.

RÚV þegir, segir ekki orð.

 


mbl.is Evrópusambandið bannar sölu á grímum til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vald, traust og sérfræðiþekking

Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í því sem ekki er vitað. Það er einfaldlega mótsögn. Í tilfelli farsóttarinnar, sem kennd er við COVID-19, veit enginn hvenær hún mun ná hámarki, hver dauðatollurinn verður og enn síður er vitað um efnahagslegar afleiðingar.

Þetta gildir bæði um Ísland og heiminn í heild sinni.

Sérfræðiþekking á sviði faraldsfræða og tölfræði meta líkur hvenær sóttin nær hámarki, út frá gefnum forsendum. Líkurnar eru upplýst ágiskun, ekkert meira. Hagfræðingar eru í algjöru myrkri um sínar spár, þær eru ekki einu sinni upplýst ágiskun heldur skot út í loftið.

Þrátt fyrir óvissuna, eða kannski einmitt vegna hennar, verður að treysta yfirvöldum til að taka ákvarðanir í þágu almannahagsmuna. Ef við treystum ekki yfirvöldum blasir við óreiða og samfélagsupplausn. Ótti og óreiða ofan í farsóttina er eitruð blanda sem enginn ætti að brugga. 

Farsóttin er staðreynd og það er óvissa framundan. Tíminn einn leiðir í ljós hvað verður. Og, eins og Færeyingar segja, tíminn er nægur - það kemur alltaf meira af honum. 


mbl.is 218.815 smitaðir, 84.114 hafa náð sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband