Álitsgjafi RÚV ber að kjánafávísi

Eiríkur Bergmann Einarsson er kemur reglulega fram sem álitsgjafi RÚV um Evrópusambandsmál. Eiríkur er með kennarastöðu í samfylkingarháskólanum í Norðurárdal og doktorsgráðu frá félaga sínum í trúnni, Baldri Þórhallssyni varaþingmanni Samfylkingar og prófessor við HÍ.

Eiríkur Bergmann stundar þá iðju að fá greinar birtar í Guardian til að koma þeim á framfæri hér heima enda er sannfæring hans að sönn frægð komi að utan. Í grein um hugmyndir um stofnun ríkjasambands Norðurlanda segir Eiríkur að Ísland og Noregur hafi komist undan yfirráðum Dana í byrjun 20. aldar. Noregur var færður undir veldi Svía í eftirmálum Napóleonsstyrjaldanna á öðrum áratug 19. aldar. Þegar Norðmenn tala um ,,Unionen" er það iðulega með tvöfaldri tilvísun í sambandið við Svía sem lauk 1905 og Evrópusambandið í dag.

Kjánafávísi Eiríks er því neyðarlegri að hann var starfsmaður sendiráðs Evrópusambandsins fyrir Noreg og Ísland með aðsetur í Osló. Maður sem þykist vera stjórnmálafræðingur með skoðanir á Norðurlöndum og Evrópusambandinu er hér úti í móa.

Í stað þess að skammast sín fyrir fáviskuna og biðjast afsökunar derrir Eiríkur sig, eins og lesa má hér af vef amx.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hlekkur á grein Eiríks

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/nov/02/nordic-federal-state

Páll Vilhjálmsson, 3.11.2010 kl. 19:28

2 identicon

Hér er stutt sögulegt yfirlit. Það verður enginn minni maður þó hann geri mistök, viðurkenni þau og leiðrétti.

Saga Norðurlanda nær alla leið aftur á steinöld, en síðan þá hefur fólk búið á Norðurlöndum.

Venjulega er sagt að víkingaöldin hafi staðið yfir frá 793 til 1066. Við þessi ártöl er miðað vegna þess, að 793 er árið þegar víkingar réðust á eyjuna Lindisfarne (Lindesfarne) við strönd Norðymbralands á Norður-Englandi, og 1066 er árið þegar Haraldi þriðja af Noregi, sem einnig er nefndur Haraldur harðráði, mistókst að ráðast inn í England. Einnig kann viðgangur kristinnar trúar á Norðurlöndum að hafa átt þátt í því að víkingaferðir lögðust af.

Eftir víkingaöldina tók við tímabil sem kennt er við Kalmarsambandið og stóð í u.þ.b. 130 ár. Þetta var tímabil þar sem Norðurlönd voru sameinuð undir einni konungstjórn í Danmörku. Vegna óánægju Svía með þá tilhögun leystist þetta samband upp um 1523 og Danmörk og Noregur mynduðu eitt konungsveldi meðan Svíþjóð myndaði annað og náði það yfir svæði það sem kallast Svíþjóð og Finnland í dag.

Næstu 300 árin breytast hagir lítið en mikið er um ófrið milli Svíþjóðar og Danmerkur-Noregs og vann Svíþjóð æ meira á. Einnig stóð Danmörk-Noregur í stríði við Prússa um lendur í suðri sem endaði með ósigri Danmerkur-Noregs.

Í lok Napóleonsstyrjaldanna neyddust Danir 1814 að láta Noreg af hendi til Svíþjóðar og Helgoland til Bretlands. Noregur og Svíþjóð voru þó ekki sameinuð heldur voru undir sameiginlegri konungsstjórn. Árið 1808 hertók Rússland austurhluta sænska ríkisins, en Finnland og Svíþjóð höfðu þá verið eitt ríki í yfir 700 ár. Stórfurstadæmið Finnland varð hluti af rússneska keisaradæminu.

Áratugirnir 1830-1860 einkenndust mjög af svonefndum skandinavisma í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Innblásnir af þjóðernishyggju og fornaldarljóma leituðust menn við að efla samstarf þessara landa og einingu á stjórnmálasviði og raunar var miðað að því að mynda norrænt ríkjabandalag. Þótt ekki hafi orðið úr lagði Skandinavisminn grunninn að nútíma samstarfi Norðurlandanna. Einn afrakstur var þó myntbandalag Dana, Svía og Norðmanna sem hélst 1873-1914.

Það var þó ekki fyrr en 1952 með stofnun Norðurlandaráðs og Norræna vegabréfasambandinu 1957 að formlegt samstarf ríkjanna allra tók á sig form og efldist síðan við stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar 1971.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:36

3 identicon

Hér er grein Eiríks.

The Nordic nations together would have economic and political clout – if they could overcome their fierce independent spirits

Today the leaders of the five Nordic states are meeting to discuss the possibility of creating a Nordic federal state. Ever since the Kalmar Union of the kingdoms of Denmark, Norway and Sweden – reaching to Iceland, Greenland, the Faroe Islands, Shetland and Orkney – collapsed in 1523, the idea of reinstating some sort of a supra-national Nordic state regularly crops up. Now this old idea has resurfaced in a book the Swedish history professor Gunnar Wetterberg submitted to the Nordic Council in Reykjavik today.

Wetterberg argues that together the Nordics (Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden, with the three micro territories the Faroe Islands, Greenland and Aland), will be stronger and more stable and prosperous than they are on their own. After Sweden and Finland joined Denmark in the European Union in 1995, leaving Norway and Iceland in the European Free Trade Association (Efta) (and within the European Economic Area, which brings them in to the European internal market), the Nordic Council has been in search of renewed purpose. Over the last 15 years the cracks have become ever more obvious in Nordic co-operation: it has been downgraded to cover soft policy issues such as culture, while economics and other hard policy has been transferred to the European level.

With a joint government and a parliament based on a common constitution, the federal Nordic state should concentrate on foreign policy and defence, the economy and the labour-market, and research, leaving most other policy areas to the regional authorities in Copenhagen, Helsinki, Oslo, Reykjavik and Stockholm. Wetterberg compares his Nordic federation to the Swiss model and links it with the creation of the UK, France, Spain, Germany and Italy, which he claims developed from a similar situation as the one now found in the Nordics. This Nordic state would have 25 million inhabitants and, because of its wealth, would be one of the larger economies in Europe, equalling that of Spain. Its economic size would secure the federation an influential seat at the G20.

The discussion on a possible federation speaks directly to the fierce debate on Europe still raging in the Nordic states. However culturally and politically homogenous they might be, the Nordics are split on different sides of the EU fence – and while Denmark, Norway and Iceland are founding members of Nato, Sweden and Finland remain neutral. Finland is the only one to have adopted the euro, and Denmark has remained defiant in the face of the continuing changes within the EU and refused to sign up to either the Maastricht treaty or the euro. The Norwegian electorate has twice rejected EU accession. And Iceland only decided to apply for EU membership last year, after the economic crash.

In addition to common European values and identities such as protection of democracy, human rights and being based on Christian heritage within a stable nation state, scholars have also identified a set of joint Nordic values and identities. They include a belief in the welfare state and high taxes, systematic corporatism between government, interested organisations and civil society. These societies are built on Protestant ethics and emphasise equality, with special focus on woman's rights. Most of them share a similar language, and strong national sentiments can be found in all of them – put more negatively, one can even spot a joint xenophobia. Taking into account this sense of a common cultural space, the apparent difference in foreign policy becomes even more interesting.

A Nordic federation might be feasible from and economic and security perspective but if the debate on Europe tells us anything, it is that all of the Nordics guard their independence fiercely. The EU is a supra-national institution of independent states that have pooled sovereignty in specific, limited areas, but joining in a Nordic state, by definition, would end the independence of Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden and create a completely new state. Wetterberg therefore proposes much greater integration than can be found in the wildest dreams of European federalists.

Interestingly, 42% of the inhabitants of the Nordic five support the idea. Ironically, the proposal has even been welcomed by many of the anti-EU movements in the Nordic states. Many of them might see the Nordic state as an alternative to the EU, but Wetterberg actually argues that it should be one of the main pillars within the EU. That would surely be the worst of both worlds for those who believe in independent Nordic states outside of the EU. After a long and hard-fought struggle for independence, Norway and Iceland finally gained sovereignty and independence from Denmark in the early 20th century, and Finland escaped from the Swedes. It's difficult to see them surrendering to Copenhagen or Stockholm again.

It can, however, be a stimulating academic exercise to speculate about what this Nordic federal state should look like. In that spirit I propose beautiful Stockholm for a capital (the only never conquered by an foreign force), that we all share the Danish royal family (which is mostly German anyhow), that the Scandinavians return to Icelandic (the old Norse) as a common language, that we adopt the Norwegian kroner (with a stake in the large oil fund) and then, finally, bag our troubled past, hand on heart, under the Finnish flag.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:41

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sagt er að sumir menn sem hátt hreykja sér, séu oftast mestir í kjaftinum. Þetta á vel við Eirík Bergmann. Hann hefur vaðið uppi sem sjálfskipaður evrópufræðingur síðan um upphaf fyrsta áratugar þessarar aldar. Oftar en ekki hafa "fræði" hanns ekki staðist skoðun. Reyndar sjaldnast sem þau gera það.

Hann hélt því fram seinnipart ársins 2008 og fram á vetur 2009 að Ísland gæti verið komið með aðild að ESB þrem mánuðum eftir að umsókn væri lögð inn! Það tók hinsvegar heilt ár að fá svar um hvort umsóknin væri tekin til greina.

Nú heldur hann því fram að ekki geti orðið ríkjasamband norðurlanda vegna þess hversu ólíkar þessar þjóðir séu. Samt er þessi maður einn helsti stuðningsmaður inngöngu okkar í ESB!

Ekki er ég samþykkur norrænu ríkjasambandi og alls ekki inngöngu í ESB. Við eigum að efla samvinnu og samstarf við þessar þjóðir á grunni sjálfstæðis. Þannig og einungis þannig getum við haft eitthvað um eigin hagsmuni að segja.

Það er ljóst að innan norræns ríkjasambands munu völd okkar verða lítil en inna ESB nánast engin!!

Gunnar Heiðarsson, 3.11.2010 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband