Vald, traust og sérfræðiþekking

Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í því sem ekki er vitað. Það er einfaldlega mótsögn. Í tilfelli farsóttarinnar, sem kennd er við COVID-19, veit enginn hvenær hún mun ná hámarki, hver dauðatollurinn verður og enn síður er vitað um efnahagslegar afleiðingar.

Þetta gildir bæði um Ísland og heiminn í heild sinni.

Sérfræðiþekking á sviði faraldsfræða og tölfræði meta líkur hvenær sóttin nær hámarki, út frá gefnum forsendum. Líkurnar eru upplýst ágiskun, ekkert meira. Hagfræðingar eru í algjöru myrkri um sínar spár, þær eru ekki einu sinni upplýst ágiskun heldur skot út í loftið.

Þrátt fyrir óvissuna, eða kannski einmitt vegna hennar, verður að treysta yfirvöldum til að taka ákvarðanir í þágu almannahagsmuna. Ef við treystum ekki yfirvöldum blasir við óreiða og samfélagsupplausn. Ótti og óreiða ofan í farsóttina er eitruð blanda sem enginn ætti að brugga. 

Farsóttin er staðreynd og það er óvissa framundan. Tíminn einn leiðir í ljós hvað verður. Og, eins og Færeyingar segja, tíminn er nægur - það kemur alltaf meira af honum. 


mbl.is 218.815 smitaðir, 84.114 hafa náð sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Páll.

Það ríkir nú þegar ótti meðal almennings og hann er til kominn vegna vantraust á "yfirvöldum".

Það er enginn munur á þessu núna, og því sem menn héldu að þeir hefðu sérfræðinga til að kljást við 2007-2008. Þeir voru ekki sérfræðingar. Og það eru þeir heldur ekki í dag. 

Yfirvöld eiga ávallt heima í stöðu hins grunaða; á sakamannabekk, uns annað sannast. Enginn ætti að treysta þeim í blindni. Það veitir þeim aðhald.

Maðurinn sem hélt að hann vissi allt og viðurkenndi ekki að um óþekkt líkindi er að ræða, stendur nú með 80 ný smit á tröppum sínum í dag. Hann þekkti ekki muninn á áhættu og óvissu, nákvæmlega eins og fjármála- og bankamenn okkar 2007.

Og svo lengi sem stjórnmálamenn okkar halda að hlutverk þeirra sé að þegja á meðan "sérfræðingar" sem eru ekki "sérfræðingar" vinna ranga vinnu, þá mun þetta ekki enda vel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2020 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband