Miðvikudagur, 14. desember 2016
Pólitískar brýr þurfa undirstöðu
Tvær tilraunir til að mynda smáflokkastjórnir vinstriflokka og Viðreisnar fóru út um þúfur. Eyjan tekur saman ásakanir og gagnásakanir vinstrimann þar sem sleggjur og brúarsmíði koma við sögu.
Til að reisa brú í pólitískum skilningi þarf undirstöður. Málefni annars vegar og hins vegar stuðningur almennings eru mikilvægustu íblöndunarefni brúarstólpa.
Málefni vinstriflokkanna eru sumpart óskýr (langt eða stutt kjörtímabil, ný stjórnarskrá eða ekki, lifandi eða dauð ESB-umsókn o.s.frv.) og að hluta til gagnkvæmt útilokandi (hærri skattar eða lægri).
Þar fyrir utan er sáralítill stuðningur við smáflokkastjórn meðal almennings. Það þarf ekki sleggju á brúarstólpa sem ekki er búið að reisa.
![]() |
Ekki á einu máli um framhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 14. desember 2016
Undirmálsfólk fundið á barnsaldri
Samkvæmt rannsóknum og kenningum er hægt að greina undirmálsfólk þegar á barnsaldri. Undirmálsfólkið í þessu samhengi eru þeir sem verða ekki nýtir þjóðfélagsþegnar. Aðferðinni er svo lýst:
Þeir þættir sem voru mældir voru efnahagslegur bakgrunnur, reynsla af vanrækslu, greindarvísitala og sjálfsstjórn. Þá hefði einnig verið hægt að spá fyrir um útkomu barnanna með því að horfa til mælinga á heilastarfsemi við þriggja ára aldur, þar sem m.a. var horft til hreyfigetu, tungumálaskilnings, félagslegrar hegðunar og greindarvísitölu.
Ef fallist er á undirliggjandi rannsóknir og kenningar - en það er alls óvíst - þarf að spyrja hvað eigi að gera við þekkinguna. Fyrsta álitamálið rís af þeirri staðreynd að börn verða ekki til af sjálfum sér heldur, foreldra þarf til.
Foreldrar líklegra undirmálsbarna gætu átt á hættu að missa forræði barna sinna nánast á fæðingardeildinni eða jafnvel þvingað til ófrjósemisaðgerða til að útiloka getnað. En kannski verður niðurstaðan að undirmálsfólkið haldi tilverurétti sínum. Án undirmálsfólksins nýtur yfirburðafólkið sín ekki.
Umræða af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Á fyrri hluta síðustu aldar fór hún einkum fram á þýsku með hugtökum eins og ,,rassenhygiene" og endaði í Auschwitz.
![]() |
Geta borið kennsl á dýrustu einstaklingana á barnsaldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Kosningar í Sýrlandi 2012 og 2014
Sýrlendingar gengu til þingkosninga 2012 og forsetakosninga tveim árum síðar. Assad forseti hafði betur í báðum tilvikum enda stjórnarandstaðan splundruð.
Washington Post birti mynd af trúar- og ættarsamfélagi Sýrlands sem lýsir hve sundrað ríkið er.
Vestræn ríki reyndu undir forystu Bandaríkjanna að skipta um stjórnkerfi í Írak eftir 2003. Það misheppnaðist, Írak er ónýtt ríki. Engar líkur er á að Sýrlandsverkefni færi á annan veg.
Eini maðurinn líklegur til að koma á friði í Sýrlandi er Assad forseti.
![]() |
Grípi inn í glæpi Assad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Samfylkingin eyðilagði samstöðu vinstriflokkanna
Tvær stórar ákvarðanir Samfylkingar eyðilögðu samstöðu vinstrimanna. Samfylkingin gerðist útrásarflokkur og talaði máli auðmanna á fyrsta áratug aldarinnar. Ríkisstjórnaraðild með Sjálfstæðisflokknum, hrunstjórnin 2007 til 2009, var hluti af stækri hægripólitík sem lét jafnaðarmennsku lönd og leið.
Seinni mistökin voru að knýja Vinstri græna í ríkisstjórninni 2009-2013 til að samþykkja ESB-umsókn Samfylkingar. Sögulega skiptast vinstrimenn hér á landi tvo meginhópa, alþjóðasinnaðan sem áttu heimili í Alþýðuflokknum og þjóðernissinna í Sósíalistaflokki og Alþýðubandalagi.
ESB-umsóknin var umboðslaus, Samfylkingin var eini flokkurinn með málið á dagskrá og fékk 30 prósent fylgi. Umsóknin var illa undirbúin og byggði á rökleysu um að ,,kíkja í pakkann."
Sameiginlegt þessum tveim mistökum er tækifærismennskan. Samfylkingin ætlaði fyrst að verða stór í krafti auðmannadekurs og síðan í skjóli Evrópusambandsins. Hvorttveggja misheppnaðist og Samfylkingin er núna 5,7 prósent flokkur - en þykist samt ætla að verða ráðandi afl í ríkisstjórn. Frekjan er jafn mikil og málefnin eru lítil í Samfylkingunni.
![]() |
Vel mögulegt að brúa bilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Stjórnlist í hreinu þingræði
Þingræði í sínu tærasta formi felur í sér að sitjandi ríkisstjórn leitar eftir meirihluta á alþingi fyrir hvert einasta mál annars vegar og hins vegar að meirihluti þings getur samþykkt hvaða mál sem er án aðkomu ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnir eru myndaðar á grunni meirihluta þingsins. Nú liggur fyrir að enginn ríkisstjórnarmeirihluti er á alþingi. Engu að síður höfum við ríkisstjórn sem prýðileg sátt er um í þjóðfélaginu.
Verkefni næstu vikna er að finna breiða samstöðu um þau mál sem brýnt er að fá samþykkt en leggja til hliðar þau mál sem teljast óveruleg eða ala á sundurþykkju.
Ef vel tekst til er von um að nýr meirihluti myndist í þingstörfum. Ef illa fer er hægt að efna til nýrra þingkosninga í vor.
![]() |
Finna hvar sársaukamörkin liggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Siðir og ósiðir hælisleitenda
Í Þýskalandi eru nýleg tvö dæmi um ofbeldi innflytjenda sem kljúfa þýsku þjóðina. Ungur Afgani er sakaður um nauðgun og morð á 19 ára þýskri stúlku, sem vann við að aðstoða flóttamenn. Önnur árás innflytjenda á þýska konu sem í sakleysi sínu gekk niður tröppur lestarstöðvar í Berlín náðist á mynd og vekur óhug.
Hælisleitendur til ríkja Vestur-Evrópu koma margir með þær hugmyndir að konur séu annars flokks þegnar. Verulegur fjöldi hælisleitenda eru múslímar. Háborg múslímamenningar er Sádí-Arabía þar sem klæðaburður og háttsemi kvenna er stýrt með lögum ríkisins. Á vestrænan mælikvarða eru þessi lög ofbeldi gagnvart konum.
Vestrænir siðir mæla fyrir jafnrétti karla og kvenna þar sem konur eiga að geta um frjálst höfuð strokið ekki síður en karlar. Hælisleitendur verða að aðlaga sig vestrænum síðum til að geta orðið nýtir borgarar á vesturlöndum.
Eftirfarandi þarf að hafa í huga við móttöku hælisleitenda: Í fyrsta lagi að taka við fáum hælisleitendum og tryggja sem best að þeir fái ekki tækifæri að rækta ósiðina sem þeir koma með sér að heiman heldur aðlagist vestrænum siðum. Í öðru lagi að senda þá tilbaka hið snarasta sem brjóta af sér.
![]() |
Hælisleitandi ákærður fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 12. desember 2016
Trú, von en engin ríkisstjórn
Smáflokkarnir fimm gátu ekki myndað ríkisstjórn vegna þess að málefni skorti. Kjósendur gáfu ekki kerfisbyltingarflokkum umboð til að stokka upp stjórnskipun og grunnatvinnuvegi þjóðarinnar.
Til viðbótar við málefnaskort afhjúpa Píratar pólitískan greindarskort. Leiðtogi þeirra segir í viðtengdri frétt:
Kannski þarf að hugsa út fyrir boxið enn frekar. Kannski væri tilefni til að athuga með utanþingsstjórn en mér finnst alveg ljóst að ef við ætluðum að mynda þjóðstjórn þá þyrfti fólk að sætta sig við engar breytingar, sagði Birgitta.
Birgitta skilur ekki út á hvað utanþingsstjórn gengur. Slík stjórn væri ekki með neitt umboð til róttækra breytinga. Og þjóðsstjórn er ekki mynduð nema í stórfelldri kreppu - en hér er bullandi góðæri.
![]() |
Samstarfið ekki fullreynt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. desember 2016
Spuni um lok stjórnarmyndunar smáflokka
Smáflokkastjórn er fræðilegur möguleiki en varla raunhæfur. Í samfélaginu er ekki eftirspurn eftir kerfisbreytingum. Án kerfisbreytinga svíkja smáflokkarnir kjósendur sína. Píratar sætu uppi með stærstu skömmina.
Til að koma í kring kerfisbreytingum, t.d. nýrri stjórnarskrá eða stokka upp fiskveiðistjórnun, þarf víðtækan stuðning út í samfélaginu. Sá stuðningur er ekki fyrir hendi.
Smáflokkarnir fimm undirbúa hver um sig spuna til að útskýra hvers vegna þeir mynda ekki ríkisstjórn.
![]() |
Telja VG vera vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 12. desember 2016
Birgitta giskar á byltingu smáflokka
Á föstudagskvöld nýliðið giskaði Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata að 90 prósent líkur væru á að fimm smáflokkar kæmu sér saman um að bylta stjórnskipun landsins, fiskveiðistjórnuninni og landbúnaðarkerfinu. Svona er ágiskun Birgittu orðuð í frétt mbl.is
Rifjað var upp að Birgitta hefði sagt á föstudaginn að hún væri 90% viss um að flokkarnir fimm gætu myndað ríkisstjórn og spurt hvort hún væri enn jafnviss. Svaraði hún því til að hún hefði látið orðin falla í skemmtiþætti þar sem hún hefði verið beðin um að skjóta á einhverja tölu. Þannig að ég skaut bara á eitthvað.
Birgitta sagði að hins vegar bæri mjög lítið á milli í raun og veru. Við viljum öll breyta þessum kerfum á einhvern hátt en okkur greinir enn þá svolítið á um leiðina og það er þangað sem ég er að reyna að leiða fólk saman.
Byltingarandi byggður á ágiskunum þar sem ,,skotið er á eitthvað" er fyrirboði þess sem koma skal nái smáflokkarnir saman um ríkisstjórn.
![]() |
Málamiðlanir liggja enn ekki fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. desember 2016
Sigmundur Davíð sem stjórnmálahreyfing
Fjölmiðlar líta á Sigmund Davíð sem stjórnmálahreyfingu. Hann má ekki boða fund heima í kjördæminu án þess að fjölmiðlar geri úr því stórpólitískan viðburð.
Sigmundur Davíð má vel við una. Enginn stjórnmálamaður, eftir Davíð Oddsson, er slíkur miðdepill stjórnmálaumræðunnar að enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.
Sigmundi Davíð eru allir vegir færir í stjórnmálum.
![]() |
Þetta eru skrýtnir tímar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)