Faglegt hrun RÚV-Kastljóss í Markúsarmáli

Kastljós gærkvöldsins gerði atlögu að forseta hæstaréttar og sakaði hann um að brjóta lög með því að tilkynna ekki nefnd um dómarastörf um arf í hlutabréfum sem honum tæmdist í byrjun aldar. RÚV viðurkennir í kvöldfréttum að Markús Sigurbjörnsson tilkynnti um hlutbréfin.

Í stað þess að viðurkenna mistök reynir RÚV að tortryggja sparnaðarreikning Markúsar í Glitni. RÚV kallar til prófessor í lögum, Sigurð Tómas Magnússon, og spyr hvort hlutabréfasjóður sé ekki það sama og hlutafélag í atvinnurekstri!

RÚV-Kastljós stundar ekki fréttamennsku heldur ber á borð blekkingar þar sem ósannindi, hálfkveðnar vísur og dómgreindarlaust rugl eru aðalréttirnir.

RÚV ranglar um á fjölmiðlamarkaði ábyrgðarlaust og eftirlitslaust og efnir til uppþota á kostnað skattgreiðenda. Á Efstaleiti axlar enginn ábyrgð. En faglega ónýtu liðsmenn fréttastofu eru nógu fljótir að krefja aðra um ábyrgð þegar þannig stendur á. Það á ekki að líða svona ósvinnu.


Kastljós fer með ósannindi - kemur afsökunarbeiðni?

Kastljós sagði ósatt þegar Markús Sigurbjörnsson forseti hæstaréttar var sakaður um að hafa ekki tilkynnt um hlutabréf í Glitni sem hann fékk í arf árið 2002.

Kastljós beit höfuðið af skömminni með því að halda fram að peningaeign í hlutabréfasjóði, sem er sparnaðarform tugþúsunda Íslendinga, jafngildi eign í hlutafélagi í atvinnurekstri.

Kemur afsökunarbeiðni frá Efstaleiti? Frýs í helvíti?


mbl.is Markús svarar fyrir verðbréfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin á lágkúrunni

Smáflokkaríkisstjórn fimm flokka er lágkúra enda þar innanborðs stjórnmálaflokkar sem þjóðin hafnaði, til dæmis Samfylkingin. Smáflokkabandalagið sameinast um það eitt að halda stjórnmálaaflinu, sem sigraði kosningarnar, Sjálfstæðisflokknum, frá landsstjórninni.

Smáflokkabandalagið er ekki með neinn valkost við núverandi stjórnarstefnu sem reynst hefur þjóðinni farsæl í þrjú ár. Vinstriflokkarnir tala um ,,verkferla" og ,,lausnamiðun" en það eru aðeins orðaleppar um umboðslaus pólitísk hrossakaup.

Lausnin á lágkúrunni er að horfast í augu við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga og viðurkenna að ekki er hægt að sniðganga vilja tæplega þriðjungs þjóðarinnar, sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til forystu í landsmálum.

 


mbl.is „Fer bara inn í þetta lausnamiðuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband