Latir þingmenn eða greindarskertir

Þingmenn sem nenna ekki að vinna vinnuna sína eða skortir greind til að skilja viðfangsefnið ættu vitanlega ekki að vera á alþingi.

Á Íslandi er velferðarþjónusta sem liðsinnir fólki sem stendur höllum fæti í lífinu.

Ástæðulaust er að borga þingmönnum meira en milljón á mánuði þegar þeir eiga heima í félagslega kerfinu.


mbl.is Kvörtuðu undan fyrirvaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 m.kr. til bænda - 1,5 milljarðar í ekki-flóttamenn

Peningar leka í stríðum straumum úr ríkissjóði að hluta til vegna brenglunar í fjölmiðlaumræðu. Í hádeginu var slegið upp á mbl.is og RÚV, auðvitað, að 100 milljónir færu til bænda vegna óselds kindakjöts og þótti mikið. En lítið er látið með 1,5 milljarða króna aukafjárveitingu vegna ekki-flóttamanna frá Makedóníu og Albaníu.

Björn Bjarnason rekur skilmerkilega ekki-flóttamannavandann, sem er algerlega heimatilbúinn.

Enginn sem þekkir til mála í Makedóníu eða Albaníu skilur hvað knýr fólk þaðan til að fljúga alla leið til Íslands. Að baki hljóti að vera annarlegur, hulinn tilgangur. Hér hefur áður verið lýst hver hann er: 1. Að dveljast hér á landi í nokkra mánuði á kostnað íslenskra skattgreiðenda. 2. Að stunda svarta atvinnu á meðan á dvölinni stendur. 3. Að nýta sér íslenska heilbrigðisþjónustu.

Vegna ekki-flóttamanna verður að fjármagna Landsspítala sérstaklega. Albanar og Makedónar eru komnir með þingmenn á sínum snærum til að fá aðgang að velferðarþjónustunni.

Það eru varla fréttir þegar milljarðar fara í ekki-flóttamenn. En 100 milljónir til bænda þykja hneyksli. Á meðan fréttaumfjöllun er á þessu plani er hætt við að ríkissjóði blæði. Þingmenn lifa og hrærast í ,,umræðunni" sem oft er á skjön við veruleikann.

Bændur ættu að íhuga að gerast flóttamenn í eigin landi. Ríkissjóður stæði þeim opinn upp á gátt.

 


mbl.is „Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogar og lögmál stjórnmála

Formennska í stjórnmálaflokki er embætti. Formaður er ekki sjálfkrafa leiðtogi, meira þarf til. Leiðtogi verður enginn án hæfileika til að setja saman orðræðu sem er stærri en flokkurinn. Þetta á ekki síst við nú á dögum smáflokka.

Leiðtogi í stjórnmálum er áhrifavaldur langt út fyrir flokkinn sinn. Margir sækjast eftir slíkri stöðu en fáir eru útvaldir.

Eitt lögmál stjórnmálanna er að meira framboð er af flokkum en leiðtogum. Afleidd sannindi af lögmálinu eru þau að leiðtogar fá ávallt flokk á bakvið sig en ekki fá allir flokkar leiðtoga.

 


mbl.is „Dómadagsvitleysa“ að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk stjórn með veikt þing er ómöguleg

Á alþingi sitja fulltrúar sjö stjórnmálaflokka. Aldrei í sögunni dreifist fylgi kjósenda á jafn marga flokka. Af þessu leiðir er alþingi veikt og þingvilji óskýr. Sterk ríkisstjórn á þessum grunni er pólitískur ómöguleiki.

Á alþingi er aðeins einn sterkur flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, með tæplega þriðjungsfylgi. Án Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn er ekki hægt að mynda meirihluta nema að fimm flokkar taki sig saman um að útiloka vilja þriðja hvers kjósanda. Til að réttlæta slíka aðgerð yrðu flokkarnir fimm að hafa sterk rök. Þau eru ekki fyrir hendi.

Í veiku pólitísku landslagi er skásta niðurstaðan þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfestu.


mbl.is Möguleikar í pattstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband