Pólitískar brýr þurfa undirstöðu

Tvær tilraunir til að mynda smáflokkastjórnir vinstriflokka og Viðreisnar fóru út um þúfur. Eyjan tekur saman ásakanir og gagnásakanir vinstrimann þar sem sleggjur og brúarsmíði koma við sögu.

Til að reisa brú í pólitískum skilningi þarf undirstöður. Málefni annars vegar og hins vegar stuðningur almennings eru mikilvægustu íblöndunarefni brúarstólpa.

Málefni vinstriflokkanna eru sumpart óskýr (langt eða stutt kjörtímabil, ný stjórnarskrá eða ekki, lifandi eða dauð ESB-umsókn o.s.frv.) og að hluta til gagnkvæmt útilokandi (hærri skattar eða lægri).

Þar fyrir utan er sáralítill stuðningur við smáflokkastjórn meðal almennings. Það þarf ekki sleggju á brúarstólpa sem ekki er búið að reisa.


mbl.is Ekki á einu máli um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Voru þessir flokkar með meirihluta atkvæða?

Jón Bjarni, 14.12.2016 kl. 13:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Miðað við óeininguna innan hópsins í Kastljósinu í gær geta menn gert sér í hugarlund hvernig samstarfið hefði orðið ef til þess hefði komið.

Annað sem vakti athygli er hve grunnt er í kattaslaginn hjá þessum konum sem leiða þessa flokka. Var því ekki einhverntímann haldið fram að allt yrði svo miklu betra ef konur réðu ríkjum. Ekki var það að sjá á þessari uppákomu.

Ragnhildur Kolka, 14.12.2016 kl. 15:31

3 Smámynd: Valur Arnarson

Já Jón Bjarni, þessir flokkar eru með meirihluta atkvæða og eina mögulega stjórnarmyndunin ef halda á D og B utan stjórnar, eins og virðist vera kappsmál sumra, og nú er búið að reyna þetta tvisvar og niðurstaðan barnalegar illdeilur.

Mikið afskaplega er ég fegin að þetta rann út í sandinn áður en í var farið.

Valur Arnarson, 14.12.2016 kl. 17:30

4 Smámynd: Elle_

Já þetta með kattaslaginn er satt Ragnhildur.  Konur í stjórnmálum eru oft óvanalega yfirgangsmiklar eða á við 10 menn.  Og Jón Bjarni, það hjálpar ekkert við brúarstólpana.

Elle_, 14.12.2016 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband