Trump og Brexit í ár, evran 2017

Hagfræðingar voru flestir þeirrar skoðunar að hvorki myndu Bretar kjósa sig úr Evrópusambandinu né Donald Trump verða forseti. Hagfræðingar eru fangar stærðfræðilíkana sem eru úr takti við veruleikann, skrifar Robert Skidelsky.

Trump veðjaði á óánægju bandarískra verkamanna með lægri laun og töpuð störf, einkum vegna samkeppni frá Kína. Hagfræðingar sáu ekki heildarmyndina, voru fangar eigin kenninga.

Sömu kenningar sögðu að Bretar þyrðu ekki að segja upp aðild að ESB af ótta við efnahagslegt tap. En Brexit varð niðurstaðan og hagfræðinni eru sprengdar fýlubombur.

Um evruna eru hagfræðingar ekki eins vissir og kjör Clintons og nei við Brexit. Evran er viðurkennt pólitískt verkefni fremur en að gjaldmiðillinn sé byggður á hagkenningum. Pólitík í Evrópu verður evrunni þung í skauti næsta árið, með kosningum í Þýskalandi og Frakkalandi þar sem andstæðingum evru og ESB er spáð auknu fylgi.

En það verður ekki hægt að kenna hagfræðingum um að mislesið lífslíkur evrunnar. Hún er fyrst og fremst afurð pólitísku elítunnar á meginlandinu sem dreymir um Stór-Evrópu.


mbl.is Þriðji stærsti banki Ítalíu þarf aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump-Pútín friðarbandalagið og herskáir vinstrimenn

Hægrimaðurinn Patrick J. Buchanan varar við samvinnu herskárra vinstrimanna í Demókrataflokknum og kaldastríðshauka í Repúbikanaflokknum, sem vilja grafa undan friðarbandalagi Donald Trump og Pútín Rússlandsforseta.

Buchanan er ritstjóri tímaritsins The American Conservative og var ráðgjafi forseta Repúblíkana, þeirra Nixon, Ford og Reagan. Stuðningur hans við Trump og friðarstefnu gagnvart Rússum er á öndverðum meiði við herskáa stefnu Obama forseta og Clinton-hjónanna.

Í Bandaríkjunum er vaxandi vitund um að herská stefna vinstrimanna og kaldastríðshauka úr röðum hægrimanna geti leitt til hernaðarátaka við Rússland, jafnvel þriðju heimstyrjaldar.

Donald Trump er talinn geta dregið úr spennu milli kjarnorkuveldanna, sem hófst við lok kalda stríðsins með útþenslu áhrifasvæðis Nató að rússnesku landamærunum. Í tímaritinu National Interest er vegvísir að raunsærri pólitík Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi.

Vinstrimenn í Evrópu eru óðum að átta sig á að bandalag Pútín og Trump boðar hamskipti í pólitískri orðræðu. Síðustu árin eru vinstrimenn í fararbroddi kaldastríðsáróðurs um að Rússland sé upphaf og endir illskunnar í heiminum, hvort heldur í Úkraínu eða Sýrlandi. Þar eru evrópskir vinstrimenn málpípur Obama forseta og Clinton-hjónanna.

Miðstöð herskárra vinstrimanna í Evrópu er Evrópusambandið. Innvígðir ESB-sinnar, til dæmis Guy Verhofstadt og Joschka Fischer, eru óþreytandi að útmála Rússland sem óvin siðmenningar.

Dýpri rökin fyrir afstöðu evrópskra vinstrimanna til Rússlands eru þau að án óvinar í austri er ekki hægt að forða Evrópusambandinu frá upplausn.

 


mbl.is Hefði getað sigrað Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband