Lygar sem félagsleg sannindi

Ef nógu margir trúa einhverju ósönnu verða til félagsleg sannindi. Töluvert margir trúðu því að Donald Trump ætti ekki verða forseti, jafnvel þótt sigraði í forsetakosningunum.

Í framhaldi urðu til þau félagslegu sannindi að Trump fengi ekki öll þau atkvæði í kjörmannaráðinu sem formlega kýs forseta.

Nú þegar félagslegu sannindin um kjörmannaatkvæðagreiðsluna eru afhjúpuð fyrir það sem þau eru, þ.e. lygar, má búast við nýjum tilbrigðum við sama stef. Til dæmis að Pútín Rússlandsforseti hafi mútað kjörmönnunum.


mbl.is Staðfestu Trump í embætti forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílsskúrssýning Landsspítala

Bílageymsla Landsspítala var vettvangur uppfærslu um að spítalinn sé ónýtur. Núna eru gangar og stofur sviðstjöld spítalans.

Þingmenn eru orðnir þreyttir á farandsýningum spítalans.

Þjóðin eflaust líka.

 


mbl.is Leiksýning á Landspítala?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð réttir RÚV sáttarhönd: óháð rannsókn

Sigmundur Davíð tekur vel í tillögu Björns Bjarnasonar um óháða rannsókn á fréttaflutningi RÚV um Framsóknarflokkinn. Á Eyjunni segir Sigmundur Davíð að ríkisrekin fréttastofa eins og RÚV búi ekki við neitt aðhald þar sem efnistök og framsetning frétta eru metin m.t.t. hlutlægni og fagmennsku.

RÚV getur ekki skákað í því skjóli að vera eins og hver annar fjölmiðill. Einkarekinn fjölmiðill getur haft sína hentisemi í áherslum og pólitík en ekki ríkisrekinn:

Áhugamenn um ákveðna stjórnmálastefnu geta stofnað fjölmiðil til að reka sína stefnu en það er ekki hægt að ríkisvaldið neyði fólk til að greiða til stofnunar án þess að tryggt sé að hún fari að lögum og gæti hlutlægni. Með því er um leið verið að veikja rekstrargrundvöll annarra fjölmiðla þannig að sérstaðan er mikil.

Það er mikilvægt að almenningur hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum um gang mála í samfélaginu en það getur ekki verið hlutverk ríkisfjölmiðils búa til fréttir og atburðaráðs og nota stoðu sína til að ná fram ákveðnum markmiðum fyrir sjálfa sig eða utanaðkomandi samstarfsmenn.

Forysta Framsóknarflokksins hefur mátt sitja undir uppnefnum starfsmanna RÚV og fáránlegum fréttaflutningi sem er hannaður til þess eins að sá fræjum tortryggni. Núna síðast efndi RÚV til óvinafagnaðar vegna 100 ára afmælis flokksins.

Óháð rannsókn á vinnubrögðum RÚV í málefnum Framsóknarflokksins er löngu tímabær.


mbl.is Bað ekki um efni viðtalsins fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband