Skólar svindla á PISA-könnun

Brögđ eru ađ ţví ađ skólar svindli á PISA-könnun međ ţví ađ koma í veg fyrir ađ slakir nemendur taki prófiđ. Ţar međ hćkkar međaleinkunn viđkomandi skóla og sveitarstjórnarmenn geta bariđ sér á brjóst enda bera ţeir ábyrgđ á grunnskólum.

PISA-prófiđ, sem má nálgast í viđhengi í frétt mbl.is, er ekki unniđ upp úr skólanámsefni heldur er ţađ almennt ţekkingarpróf. Til ađ ná betri árangri í PISA-könnun er ekki hćgt ađ breyta einum ţćtti skólastarfs heldur verđur ađ taka í gegn alla skólamenninguna: skipulag, kennsluhćtti, námsefni, kennara og nemendur. Betri árangur í PISA-könnun gćti ţýtt ađ öđrum markmiđum verđi ađ fórna, s.s. almennri vellíđan nemenda.

Enginn skóli nćr betri árangir í PISA-könnun nema međ róttćkri langtímaáćtlun sem beygir skólastarfiđ undir PISA-mćlikvarđann. Ţađ er álitamál hvort ţađ sé ćskilegt.

Međal kennara er rćtt um ađ sumar skólaskrifstofur sveitarfélaga hafi einfaldlega stytt sér leiđ og beitt sér fyrir ţví ađ slakir nemendur tćkju ekki PISA-prófiđ. Ómögulegt er ađ segja til um hvort slíkt svindl hafi haft áhrif á niđurstöđur skóla einstakra sveitarfélaga án undangenginnar könnunar.

Ţađ er vel hćgt ađ komast ađ ţví hve PISA-svindliđ var umfangsmikiđ. Ţađ eru til skrár um hvađa nemendur tóku prófiđ og hćgt ađ bera ţćr saman viđ nemendaskrár. Ţá liggja fyrir upplýsingar um međalforföll á hverjum degi, vegna veikinda og annarra fjarvista.

Ţótt ţessi fćrsla sé skrifuđ í tengslum viđ frétt um skólahald í Hafnarfirđi er ekki ţar međ sagt ađ skólaskrifstofan ţar í bć sé sek um PISA-svindl.


mbl.is Hafnarfjörđur hćkkar í PISA
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Píratar á tvöföldum flótta

Píratar eru á flótta frá kosningaloforđum sínum, eins og Eyjan rekur skilmerkilega. Ţeir eru líka á flótta frá kosningum, sem gćtu orđiđ strax í vor, enda Píratar á fallandi fćti í skođanakönnunum.

Smáflokkastjórn undir forystu Pírata vćri á undanhaldi frá fyrsta degi. Málamiđlunin, sem slík stjórn byggđi á, yrđi lćgsti samnefnari fimm ólíkra flokka. Um leiđ og málamiđlunin mćtti veruleikanum á alţingi og úti í ţjóđfélaginu kćmu í ljós brestir.

Í samfélaginu er engin eftirspurn eftir smáflokkastjórn á flótta frá kosningaloforđum og almenningi. Löngun smáflokkanna í stjórnarráđiđ er ekki nćgur hvati til ađ halda saman ríkisstjórn.


mbl.is Birgitta bjartsýn - 90% líkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband