Drottningin studdi Brexit

Lengsti starfandi stjórnmálamađur og ţjóđhöfđingi í víđri veröld, Elísabet Bretadrottning, studdi úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Elísabet, líkt og margir ţjóđhöfđingjar, sem ekki hljóta lýđrćđislega kosningu, gat ekki stutt Brexit opinberlega. Götublađiđ Sun sagđi frá orđum drottningar viđ matarbođ ţar sem hún sagđist hlynnt úrsögn Breta.

Sun ţótti ekki áreiđanleg heimild um orđ drottningar, sem féllu nokkru fyrir ţjóđaratkvćđagreiđsluna. Fréttamađur BBC stađfestir núna ađ fleiri en ein heimild er fyrir stuđningi Elísabetar viđ Brexit.

Brexit er afleiđing af misheppnuđu Evrópusambandi, segir fyrrverandi stjóri Seđlabanka Englands.


Heimurinn sem auđnaróđal

Í nýrri bók Sverris Jakobssonar um Sturlungaöld er í inngangi vitnađ í Konungsskuggsjá ţar sem segir ađ ţađ ríki megi kalla ,,auđnaróđal" sem margir konungar bítast um og er ţađ ,,týnt ríki". Í nútíma eru slík ríki kölluđ ónýt ríki og fer fjölgandi: Úkraína, Sýrland, Írak, Jemen og Líbýa.

Meginástćđa fyrir fjölgun ónýtra ríkja er ađ heimurinn var frosinn í köldu stríđi frá miđri síđustu öld og fram undir aldamót. Vorţíđan fyrir aldarfjórđungi leiddi ekki til frelsunar heldur hamfara.

Heiminum var í grófum dráttum skipt í tvo hluta ţar sem vestrćnt frjálslyndi undir forystu Bandaríkjanna réđ ferđinni annars vegar og hins vegar austrćnn sósíalismi í skjóli Sovétríkjanna. Frjálslyndiđ var takmarkađ viđ hagsmuni Bandaríkjanna, ţví kynntust Chilebúar 1973 ţegar lýđrćđislegri stjórn Allende var steypt. Fimm árum áđur reyndu íbúar Tékkóslóvakíu á ţolrif sovéskra hagsmuna. Niđurstađan var sú sama, stjórnarskipti í bođi handhafa valdsins í viđkomandi heimshluta.

Hvergi var tvískipting heimsins í austur og vestur skýrari en í Evrópu ţar sem Berlínarmúrinn skipti Ţýskalandi í tvennt og um leiđ allri álfunni. En nánast fyrirvaralaust, mćlt í sögulegum tíma, féll Berlínarmúrinn haustiđ 1989. Tveim árum síđar fóru Sovétríkin á ruslahaug sögunnar.

Lok kalda stríđsins voru á yfirborđinu jákvćđ en leystu úr lćđingi ófyrirséđa strauma og stefnur. Áđur voru tvö meginhugmyndakerfi, vestrćnt frjálslyndi og sósíalismi, sem ađrir straumar urđu ađ laga sig ađ. Forspáin gerđi ráđ fyrir ađ vestrćnt frjálslyndi yrđi ríkjandi um alla heimsbyggđina - eftir fall sósíalismans. En sú forspá gekk ekki eftir. Hvers vegna?

Jú, heimshlutanum sem kenndi sig viđ vestrćnt frjálslyndi var haldiđ saman af bandarískum hagsmunum í einn stađ og sovéskri ógn í annan stađ. Stćrsta og mikilvćgasta verkefni vestrćns frjálslyndis í Evrópu á dögum kalda stríđsins var Evrópusambandiđ. Bandaríska leyniţjónustan CIA fjármagnađi samvinnu Vestur-Evrópuríkja, sem síđar varđ ESB.

Eftir fall Sovétríkjanna ratađi Evrópusambandiđ í ógöngur. Ţađ stćkkađi í austur, innbyrti fyrrum lénsríki sósíalismans, en vestrćnt frjálslyndi fylgdi ekki í kjölfariđ. Í Póllandi og Ungverjalandi trompar ţjóđernishyggja frjálslyndiđ. Jafnvel í kjarnaríkjum ESB, Ţýskalandi og Frakklandi, er frjálslyndiđ á undanhaldi fyrir ţjóđernissjónarmiđum.

Innvígđir ESB-sinnar, t.d. fyrrum forsćtisráđherra Belgíu, Guy Verhofstadt, gráta ţann tíma ţegar sovéska ógnin skóp Evrópusambandinu stöđugleika og framtíđarvonir. Verhofstadt og hans líkum freista ţess ađ gera Pútín og Rússland ađ nýjum óvini til ađ sameinast gegn. Hćngurinn er sá ađ ólíkt Sovétríkjunum, sem voru alţjóđlega viđurkenndur merkisberi sósíalisma, standa Pútin og Rússland ekki fyrir neina hugmyndafrćđi - ađeins takmarkađa rússneska hagsmuni. Rússagrýlan varđ ađ steini fyrir aldarfjórđungi og verđur ekki vakin til lífs.

Vestrćnt frjálslyndi er hvorttveggja án sameiginlegs óvinar og bandarísks leiđtoga - eftir kjör Trump. Í augum frjálslyndra er Trump And-Kristur holdi klćddur. Kjör hans í embćtti er sagt verk sjálfs myrkrahöfđingjans í Moskvu.

Ónýtu ríkin, sem helst eru í fréttum, s.s. Úkraína og Sýrland, eru vitnisburđur um endimörk vestrćns frjálslyndis. Ef heimurinn allur á ekki ađ verđa ađ samfelldu auđnaróđali verđa bćđi afkvćmi kalda stríđsins ađ víkja fyrir einhverju haldbetra. En, eins og segir í jólasálminum, ,,hvađ ţađ verđur veit nú enginn." Hvort ţađ verđi ,,ákaflega gaman ţá" er alls óvíst.

 

 


mbl.is Heimurinn orđinn hrćddari og klofnari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband