Trúfrelsi undir vernd Assad

Uppreisnarhópar, margir fjármagnaðir af Bandaríkjunum, héldu Aleppo í fimm ár. En ekki fyrr en stjórnarher Assad Sýrlandsforseta nær völdum geta kristnir íbúar borgarinnar um frjálst höfuð strokið. Samkvæmt vestrænum fjölmiðlum er Assad fjöldamorðingi og harðstjóri.

Líkt og Saddam Hussein í Írak er Assad ríkisleiðtogi í landi án lýðræðishefða. Ekkert ríki í menningarheimi múslíma í miðausturlöndum býr við lýðræði og mannréttindi á vestræna vísu. Besti vinur Bandaríkjanna í þessum heimshluta, að Ísrael frátöldu, er Sádí-Arabía sem er fjölskyldufyrirtæki Sádí-ættarinnar og rekið samkvæmt sharía-lögum. Konur eru annars flokks borgarar og refsingar í stíl við miðaldir með opinberum hýðingum og aftökum.

Bandaríkin sáu sér leik á borði, sem eina risaveldið, og gerðu innrás í Írak 2003 til að umbylta ríkinu í vestrænt lýðræðisríki hliðhollt stjórnvöldum í Washington. Ááætlunin fór út um þúfur, eftir mannfall og margvíslegar hörmungar yfirgáfu Bandaríkin Írak með skottið á milli lappanna. Eftir stóð ónýtt ríki þar sem áður ríkti stöðugleiki.

Í Sýrlandi stóð til að skipta um ríkisstjórn án innrásar. Eftir að uppreisn braust út 2011 hvatti Obama Bandaríkjaforseti Assad til að segja af sér. Uppreisnarmenn fengu fjármagn og vopn frá Bandaríkjunum og lögðu undir sig stór landssvæði. Fljótlega kom á daginn að hófsamir uppreisnarmenn voru í minnihluta en harðlínumenn úr röðum súnní-múslíma réðu ferðinni. Engu að síður bitu Bandaríkin það í sig að Assad yrði að víkja.

Rússar skárust í leikinn fyrir rúmlega ári og liðsmenn Assad sneru vörn í sókn. Richard N. Haass rekur mistök Bandaríkjanna til þess að senda ekki herlið til Sýrlands. En Bandaríkin reyndu þá herfræði í Írak og hún mistókst.

Um 500 þúsund manns eru þegar drepnir í Sýrlandsstríðinu og tíu milljónir eru á flótta. Ekki sér fyrir endann á átökum. En vonandi sér fyrir endann á misheppnaðri íhlutun Bandaríkjanna í þessum heimshluta.


mbl.is Fyrsta jólamessan í Aleppo í 5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband