Gleymda frétt ársins: vinstra hrunið

Kjörtímabilið 2009 til 2013 voru Samfylking og Vinstri grænir með meirihluta á alþingi og yfir 50 prósent fylgi í kosningum. Í haust fengu þessir flokkar samtals 21,6 prósent fylgi.

Gleymda frétt ársins er hvað varð af vinstriflokkunum og hvers vegna þeir fóru úr meira en 50 prósent fylgi niður í liðlega tuttugu prósent.

Vinstriflokkarnir tveir og forverar þeirra, Alþýðubandalag/Sósíalistaflokkur og Alþýðuflokkur, fengu í ár lélegustu kosninguna í lýðveldissögunni.

Og öllum er hjartanlega sama.

 


mbl.is Afsögn, kosningar og nýr forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróa á Efstaleiti er maður ársins

Gróa á Efstaleiti, í daglegu tali kölluð fréttastofa RÚV, er maður ársins. Á fyrri hluta ársins knúði Gróa fram afsögn forsætisráðherra og bjó til stjórnarkreppu.

Um miðbik ársins sigraði frambjóðandi Gróu forsetakosningarnar.

Tilraun Gróu til að ná þrennunni á seinni hluta ársins, með aðför að hæstarétti, fór að vísu út um þúfur þótt öllu væri tjaldað til, meira að segja Jóni Steinari.

Gróa á Efstaleiti er fjármögnuð úr ríkissjóði til að sturla þjóðina. Á liðnu ári tókst henni vel upp. Hún er maður ársins 2016.

 


Tvennar kosningar: ný leiktjöld er niðurstaðan

Íslendingar fóru í gegnum tvennar rammpólitískar kosningar á árinu, til forseta og þings. Á yfirborðinu var látið eins og eitthvað stórkostlegt væri í húfi. Talað var um ,,nýja Ísland" og kerfisbreytingar í grunnatvinnuvegum og stjórnskipun.

Nú liggur niðurstaðan fyrir. Skipt verður um leiktjöld þegar nýr forseti flytur þjóðinni nýársboðskap sinn.

Umbúðastjórnmál láta ekki að sér hæða.


mbl.is Stílbreytingar á nýársávarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband