Kristni, jólasveinninn og Píratar

Foreldrar leikskólabarna hafa fengið þau skilaboð að ,,í skólanum trúum við á jólasveina". Skilaboðunum fylgja vinsamleg tilmæli til foreldra að eyðileggja ekki jólastemninguna með afneitun á rauða feita kallinum.

Píratar ýfast ekki við jólasveinatrú, svo vitað sé. En þeir rífa sig oní rassgat yfir kirkjuheimsóknum grunnskólabarna, núna síðast Helgi pírati.

Kristni og jólasveinatrú eru af sama meiði, hluti af menningu okkar og koma næsta lítið við trúarsannfæringu fullorðinna, sem velflestir eru trúlausir.

Hvað myndum við segja við pírataforeldri sem vildi ekki að barnið sitt læsi sögur eins og Njálu eða Hrafnkelssögu vegna þess að siðaboðskapurinn hæfði ekki smekk góða fólksins? Jú, við myndum segja við pírataforeldrið: finndu þér samfélag til að búa í - annað en það íslenska.


Staðleysuveruleiki - orð ársins

Orð ársins í Þýskalandi er ,,postfaktisch" sem er þýðing á enska orðinu ,,post-truth" en það var valið orð ársins af Oxford-orðabókinni.

Orðin vísa til skynveruleika í trássi við staðreyndir og mætti þýða á íslensku sem staðleysuveruleika.

Á Íslandi voru haldnar þingkosningar 29. október á grunni staðleysuveruleika. Ef ríkisstjórn verður mynduð á sama grunni er hægt að tala um staðleysustjórn. Eða grípa til þjálla og nærtækara orðs, vinstrivitleysu.


Vinstristjórn tryggir hrun 2017/2018

Fimm flokka vinstristjórn myndi steypa Íslandi í hrun ekki seinna en vorið 2018. Vinstristjórn stefnir á skattahækkun, sem dregur úr einkaneyslu, og hlaða skuldum á ríkissjóð til að fjármagna kosningaloforð.

Afleiðingin verður ósjálfbær rekstur ríkissjóðs og samdráttur í hagkerfinu. Þörf ríkissjóðs á lánsfé þrýstir upp vöxtum og til verður vítahringur hárra vaxta og samdráttar.

Stefna sitjandi ríkisstjórnar er að nota góðærið til að greiða niður erlendar skuldir og hemja vöxt ríkisútgjalda. Við það myndast svigrúm til vaxtalækkunar í framtíðinni þegar þörf verður á vegna minni tekna af ferðamönnum, sem ekki hafa skilning á að við þurfum sterkt gengi til að halda uppi góðum lífskjörum.


mbl.is Gæti stefnt í annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband