Ekki-Baugsmiðill í tíu ár

Tilfallandi athugasemdir urðu Ekki-Baugsmiðill með sérstakri færslu 30. desember 2006. Baugur, sem þá var viðskiptaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði undir sig meirihluta íslenskra fjölmiðla og boðaði útrásartrú þar sem postularnir voru íslenskir auðmenn.

Eftir hrun reydust postularnir flestir ótíndir glæpamenn og komust margir undir manna hendur og hlutu dóma. Baugsmiðlarnir, með 365 í fararbroddi, tóku til við að berja á dómskerfinu og finna því allt til foráttu sökum þess að postularnir fengu málagjöld.

Blaðamennska Baugsmiðla smitaði aðra fjölmiðla, engan þó eins mikið og RÚV, er hefur þá köllun að gera trúarsetningu úr Gróu á Efstaleiti og það sem henni er hugstæðast hverju sinni.

En Baugur er gjaldþrota líkt og mörg önnur hlutafélög postulanna. Nú hillir undir eigendaskipti á 365-miðlum þar sem Jón Ásgeir þynnir út sinn eignarhlut og kannski að hann selji allt klabbið.

Af því tilefni er tímabært að taka út auðkennið ,,Ekki-Baugsmiðill" á forsíðuhaus Tilfallandi athugasemda. Tíu ár slaga upp í að vera 20 prósent af ævilengd höfundar. Merkilegur andskoti hve lítið hefur breyst.


mbl.is Greiða 2.200 milljónir fyrir ljós- og fjar­skipta­hluta 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldamorðingja fagnað og þökkuð frelsun

Vestrænir fjölmiðlar lýsa Assad Sýrlandsforseta sem fjöldamorðingja en íbúar Aleppo þakka honum frelsun borgarinnar. Uppreisnarmenn eru horfnir á braut, komnir til Idlib-héraðs í Norður-Sýrlandi þar sem 12-15 uppreisnarhópar hyggjast stofna íslamskt ríki.

Uppreisnarmenn eru að stórum hluta fjármagnaðir af vestrænum ríkjum, Bandaríkjunum fyrst og fremst, sem vilja Assad forseta feigan. Rússar styða Assad og hann virðist njóta töluverðs stuðnings meðal sýrlensku þjóðarinnar.

Vestrænir fjölmiðlar eiga erfitt með að koma til skila blæbrigðum borgarastríðsins í Sýrlandi. Heimsmynd fjölmiðla er svart-hvít og skiptir deiluaðilum í vonda menn og góða. En þannig er heimurinn ekki, hvorki í Sýrlandi né annars staðar.


mbl.is Fögnuður brýst út í Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband