Útvarpsstjóri lýgur blákalt

Í yfirlýsingu útvarpsstjóra um fréttaflutning RÚV af fjármálum Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar segir:

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur Davíð finnur að umfjöllun fjölmiðla um störf sín. Sú gagnrýni hefur beinst að ýmsum fjölmiðlum þó hann hafi vissulega beint spjótum sínum í auknum mæli að RÚV eftir umfjöllun Kastljóss um Panamaskjölin. Í aðdraganda þáttarins fullyrti hann að þátturinn væri herferð RÚV gegn sér en á daginn kom að margir af helstu fjölmiðlum heims fjölluðu um málið með sambærilegum hætti. (undirstrikun pv)

Undirstrikuðu orðin eru bláköld lygi. Erlendir fjölmiðlar, t.d. Guardian, sem voru með sömu skjöl undir höndunum og RÚV tóku sérstaklega fram að hvorki Sigmundur Davíð né Anna Sigurlaug höfðu svikið undan skatti, né gert eitt eða neitt óheiðarlegt í fjármálum sínum. Hvergi í fréttaherferð RÚV var tekið fram að þau hjón væru saklaus af áburði um skattandanskot eða óheiðarlegum ávinningi.

RÚV hefur þvert á móti lagt sig fram um að gera fjármál hjónanna tortryggileg og opinber störf Sigmundar Davíðs og stungið undir stól upplýsingum sem sýna fram á hið gagnstæða.

RÚV hefur aldrei lagt fram nein gögn sem réttlæta herferðina gegn Sigmundi Davíð og jafnvel viðurkennt að þau séu ekki til.

Útvarpsstjóri er ekki starfi sínu vaxinn þegar hann beitir lygum til að réttlæta RÚV-herferðina gegn Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu.

 


mbl.is Engin þörf á að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmorð RÚV er aðför að réttarríkinu

Lögmæt yfirvöld á Íslandi s.s. lögregla, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri eða jafnvel umboðsmaður alþingis sáu enga ástæðu til að rannsaka fjármál hjónanna Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. En RÚV bæði ákærði og dæmdi hjónin sek og knúði fram afsögn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra.

Það heitir dómsmorð þegar saklausir eru dæmdir fyrir glæpi sem þeir drýgðu ekki.

Blaðamenn breska blaðsins Guardian höfðu undir höndum sömu gögn um Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu og RÚV, Panama-skjölin. Í frétt Guardian frá 3. apríl í ár segir

Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum, undabrögðum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris. (The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

RÚV bjó til sekt úr sakleysi með því að höfða mál fyrir dómstóli götunnar og efndi til mótmæla 4. apríl í beinni útsendingu af Austurvelli.

RÚV stundaði ekki fréttaflutning af málum Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Hér var um að ræða hannaða atburðarás þar sem öll viðurkennd vinnubrögð hlutlægrar fréttamennsku voru brotin til að sýna fram á að sakleysi væri sekt.

Dómsmorði RÚV er ekki hægt að áfrýja. Engin rannsókn fer fram á vinnubrögðum RÚV þrátt fyrir að það hrikti í stoðum réttarríkisins þegar RÚV fremur óhæfuverk.

 


mbl.is Fer fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband