Trú, von en engin ríkisstjórn

Smáflokkarnir fimm gátu ekki myndað ríkisstjórn vegna þess að málefni skorti. Kjósendur gáfu ekki kerfisbyltingarflokkum umboð til að stokka upp stjórnskipun og grunnatvinnuvegi þjóðarinnar.

Til viðbótar við málefnaskort afhjúpa Píratar pólitískan greindarskort. Leiðtogi þeirra segir í viðtengdri frétt:

„Kannski þarf að hugsa út fyr­ir boxið enn frek­ar. Kannski væri til­efni til að at­huga með utanþings­stjórn en mér finnst al­veg ljóst að ef við ætluðum að mynda þjóðstjórn þá þyrfti fólk að sætta sig við eng­ar breyt­ing­ar,“ sagði Birgitta.

Birgitta skilur ekki út á hvað utanþingsstjórn gengur. Slík stjórn væri ekki með neitt umboð til róttækra breytinga. Og þjóðsstjórn er ekki mynduð nema í stórfelldri kreppu - en hér er bullandi góðæri.

 


mbl.is Samstarfið ekki fullreynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spuni um lok stjórnarmyndunar smáflokka

Smáflokkastjórn er fræðilegur möguleiki en varla raunhæfur. Í samfélaginu er ekki eftirspurn eftir kerfisbreytingum. Án kerfisbreytinga svíkja smáflokkarnir kjósendur sína. Píratar sætu uppi með stærstu skömmina.

Til að koma í kring kerfisbreytingum, t.d. nýrri stjórnarskrá eða stokka upp fiskveiðistjórnun, þarf víðtækan stuðning út í samfélaginu. Sá stuðningur er ekki fyrir hendi.

Smáflokkarnir fimm undirbúa hver um sig spuna til að útskýra hvers vegna þeir mynda ekki ríkisstjórn. 


mbl.is Telja VG vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta giskar á byltingu smáflokka

Á föstudagskvöld nýliðið giskaði Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata að 90 prósent líkur væru á að fimm smáflokkar kæmu sér saman um að bylta stjórnskipun landsins, fiskveiðistjórnuninni og landbúnaðarkerfinu. Svona er ágiskun Birgittu orðuð í frétt mbl.is

Rifjað var upp að Birgitta hefði sagt á föstu­dag­inn að hún væri 90% viss um að flokk­arn­ir fimm gætu myndað rík­is­stjórn og spurt hvort hún væri enn jafn­viss. Svaraði hún því til að hún hefði látið orðin falla í skemmtiþætti þar sem hún hefði verið beðin um að skjóta á ein­hverja tölu. „Þannig að ég skaut bara á eitt­hvað.“

Birgitta sagði að hins veg­ar bæri mjög lítið á milli í raun og veru. „Við vilj­um öll breyta þess­um kerf­um á ein­hvern hátt en okk­ur grein­ir enn þá svo­lítið á um leiðina og það er þangað sem ég er að reyna að leiða fólk sam­an.“

Byltingarandi byggður á ágiskunum þar sem ,,skotið er á eitthvað" er fyrirboði þess sem koma skal nái smáflokkarnir saman um ríkisstjórn.


mbl.is Málamiðlanir liggja enn ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband