Kosningar í Sýrlandi 2012 og 2014

Sýrlendingar gengu til þingkosninga 2012 og forsetakosninga tveim árum síðar. Assad forseti hafði betur í báðum tilvikum enda stjórnarandstaðan splundruð.

Washington Post birti mynd af trúar- og ættarsamfélagi Sýrlands sem lýsir hve sundrað ríkið er.

Vestræn ríki reyndu undir forystu Bandaríkjanna að skipta um stjórnkerfi í Írak eftir 2003. Það misheppnaðist, Írak er ónýtt ríki. Engar líkur er á að Sýrlandsverkefni færi á annan veg.

Eini maðurinn líklegur til að koma á friði í Sýrlandi er Assad forseti.

 


mbl.is Grípi inn í glæpi Assad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin eyðilagði samstöðu vinstriflokkanna

Tvær stórar ákvarðanir Samfylkingar eyðilögðu samstöðu vinstrimanna. Samfylkingin gerðist útrásarflokkur og talaði máli auðmanna á fyrsta áratug aldarinnar. Ríkisstjórnaraðild með Sjálfstæðisflokknum, hrunstjórnin 2007 til 2009, var hluti af stækri hægripólitík sem lét jafnaðarmennsku lönd og leið.

Seinni mistökin voru að knýja Vinstri græna í ríkisstjórninni 2009-2013 til að samþykkja ESB-umsókn Samfylkingar. Sögulega skiptast vinstrimenn hér á landi tvo meginhópa, alþjóðasinnaðan sem áttu heimili í Alþýðuflokknum og þjóðernissinna í Sósíalistaflokki og Alþýðubandalagi.

ESB-umsóknin var umboðslaus, Samfylkingin var eini flokkurinn með málið á dagskrá og fékk 30 prósent fylgi. Umsóknin var illa undirbúin og byggði á rökleysu um að ,,kíkja í pakkann."

Sameiginlegt þessum tveim mistökum er tækifærismennskan. Samfylkingin ætlaði fyrst að verða stór í krafti auðmannadekurs og síðan í skjóli Evrópusambandsins. Hvorttveggja misheppnaðist og Samfylkingin er núna 5,7 prósent flokkur - en þykist samt ætla að verða ráðandi afl í ríkisstjórn. Frekjan er jafn mikil og málefnin eru lítil í Samfylkingunni.


mbl.is Vel mögulegt að brúa bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlist í hreinu þingræði

Þingræði í sínu tærasta formi felur í sér að sitjandi ríkisstjórn leitar eftir meirihluta á alþingi fyrir hvert einasta mál annars vegar og hins vegar að meirihluti þings getur samþykkt hvaða mál sem er án aðkomu ríkisstjórnar.

Ríkisstjórnir eru myndaðar á grunni meirihluta þingsins. Nú liggur fyrir að enginn ríkisstjórnarmeirihluti er á alþingi. Engu að síður höfum við ríkisstjórn sem prýðileg sátt er um í þjóðfélaginu.

Verkefni næstu vikna er að finna breiða samstöðu um þau mál sem brýnt er að fá samþykkt en leggja til hliðar þau mál sem teljast óveruleg eða ala á sundurþykkju.

Ef vel tekst til er von um að nýr meirihluti myndist í þingstörfum. Ef illa fer er hægt að efna til nýrra þingkosninga í vor.


mbl.is Finna hvar sársaukamörkin liggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðir og ósiðir hælisleitenda

Í Þýskalandi eru nýleg tvö dæmi um ofbeldi innflytjenda sem kljúfa þýsku þjóðina. Ungur Afgani er sakaður um nauðgun og morð á 19 ára þýskri stúlku, sem vann við að aðstoða flóttamenn. Önnur árás innflytjenda á þýska konu sem í sakleysi sínu gekk niður tröppur lestarstöðvar í Berlín náðist á mynd og vekur óhug.

Hælisleitendur til ríkja Vestur-Evrópu koma margir með þær hugmyndir að konur séu annars flokks þegnar. Verulegur fjöldi hælisleitenda eru múslímar. Háborg múslímamenningar er Sádí-Arabía þar sem klæðaburður og háttsemi kvenna er stýrt með lögum ríkisins. Á vestrænan mælikvarða eru þessi lög ofbeldi gagnvart konum.

Vestrænir siðir mæla fyrir jafnrétti karla og kvenna þar sem konur eiga að geta um frjálst höfuð strokið ekki síður en karlar. Hælisleitendur verða að aðlaga sig vestrænum síðum til að geta orðið nýtir borgarar á vesturlöndum.

Eftirfarandi þarf að hafa í huga við móttöku hælisleitenda: Í fyrsta lagi að taka við fáum hælisleitendum og tryggja sem best að þeir fái ekki tækifæri að rækta ósiðina sem þeir koma með sér að heiman heldur aðlagist vestrænum siðum. Í öðru lagi að senda þá tilbaka hið snarasta sem brjóta af sér.


mbl.is Hælisleitandi ákærður fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband