Auðmýkt Sigurðar Inga skilar Framsókn auðmýkingu

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins segist á mbl.is ekkert skilja í því hvers vegna aðrir stjórnmálaflokkar vilji ekki tala við sig um stjórnarmyndun:

[Sigurður Ingi] sagðist ekki hafa skýr­ing­ar á því hvers vegna aðrir flokk­ar hefðu ekki leitað sam­starfs við Fram­sókn­ar­flokk­inn, eng­inn full­trúa hinna flokk­anna hefði sagt við hann hverju það sætti.

Á RÚV kvartar Sigurður Ingi undan forsetanum, sem láti ekki Framsókn fá stjórnarmyndunarumboð þegar fullreynt var að aðrir flokkar náðu ekki saman.

Sigurður Ingi felldi sitjandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð, kortéri fyrir kosningar með auðmýkt sem slagorð. Framsóknarflokkurinn átti að biðjast afsökunar á því að hafa leitt Ísland úr hruni til velsældar.

Stjórnmálaflokkur sem biðst afsökunar á stærstu afrekum sínum uppsker ekki aðdáun heldur fyrirlitningu.

 


Ríkið gegn múslímavæðingu

,,Lýðræði, réttarríkið og þýsk gildi eru vörnin gegn hatursfullum hryðjuverkum," er meginboðskapur Angelu Merkel kanslara Þýskalands, samkvæmt Spiegel. Hatursfullu hryðjuverkin eru að stærstum hluta framkvæmd í nafni múslímatrúar.

Múslímatrú er ekki trú í vestrænum skilningi, segir þýsk-egyptski höfundurinn Hamed Abdel-Samad, heldur lífsháttur. Í bókinni Uppgjör við Múhameð útlistar Abdel-Samad hvernig þrenningin Múhameð, Allah og Kóraninn gegnsýra lifnaðarhætti múslíma. Vestrænn skilningur er að trú sé einkamál hvers og eins. Múslímar skilja trú sem pólitískt og félagslegt samfélag manna þar sem orð spámannsins eru ofar öllum mannasetningum. Vestræn gildi og múslímsk eru ósamrýmanleg. Annað tveggja verður að víkja.

Þjóðverjar eru óðum að átta sig á valkostunum. Trjóuhestur múslímavæðingarinnar heitir fjölmenning. Enda eru þýskir alveg hættir að tala um fjölmenningu. Ríkið ætlar sér að þýskvæða múslíma sem búa í landinu. Kannski tekst það - en kannski ekki.


mbl.is Svari hryðjuverkum með samheldni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútin bjargar Trump úr gildru Obama

Obama Bandaríkjaforseti engdi gildru fyrir arftaka sínum, Donald Trump, með því að reka 35 rússneska sendiráðsmenn úr landi þrem vikum fyrir embættistöku Trump.

Obama gerði ráð fyrir að Pútín Rússlandsforseti myndi svara í sömu mynt og reka bandarískt sendiráðsfólk úr landi. Þar með væru hendur Trump bundnar - hann yrði að sýna Rússum hörku.

Obama tilheyrir þeim væng bandarískra stjórnmála sem lítur á Rússland sem óvin sinn númer eitt í alþjóðastjórnmálum. Trump er á hinn bóginn fulltrúi raunsæismanna sem vilja samvinnu við Rússland, m.a. til að berjast við uppgang múslímskra öfgasamtaka.

Með því að Pútín sat á sér, og rak ekki bandaríska sendiráðsmenn úr landi, fær Trump meira svigrúm en ella til að bæta samskiptin við Rússa.


mbl.is Trump hrósaði Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband