Múslími krossfestir Rússa

Ljósmynd af dauðvona sendiherra Rússlands á sýningargólfi í höfuðborg Tyrkjaveldis eftir skotárás múslímalögreglu á frívakt verður sameiningartákn menningarheims sem nær frá Washington í vestri til Moskvu í austri.

Sendiherrann liggur eins og krossfestur á gólfinu eftir að hafa verið skotinn í bakið.

Myndmál er öllum textum ofviða. Tilræðið og ljósmyndin er stærsti pólitíski atburður ársins. Afleiðingarnar eru ófyrirséðar í smáatriðum en verða skelfilegar í heild sinni.

 


mbl.is Lögreglumaður á frívakt skotmaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði karlmennskunnar og kvennastríð

Fyrri heimsstyrjöld var að hluta viðbragð við kreppu karlmennskunnar. Langvarandi friður, fyrsta bylgja kvenvæðingar samfélagins og glataðar hugsjónir riddaramennsku vöktu löngun evrópska karla að stríða sumarið 1914. Röng beygja bílstjóra Frans Ferdínand og Soffíu í Sarajevo þótti hentug tylliástæða.

Karlarnir ætluðu að vísu að vera komnir heim fyrir jól til mömmu eða eiginkonu en stríð vilja dragast á langinn.

Þegar konur eru orðnar fangelsislimir vegna hermennsku, eins og þessi danska, á meðan karlar sitja heima í friði, er hægt að tala um dauða karlmennskunnar.

Dálkahöfundur Die Welt veltir fyrir sér hvort við lifum forstríðsdaga þessi misserin. Höfundurinn lýsir upplausn gilda kaldastríðsáranna, þegar vestræni heimurinn naut friðar í skjóli kjarnorkuógnar. Óglöggur munur sé á hryðjuverkum og ,,viðurkenndum" stríðum og aðstæður allar óskýrar án viðmiðana.

Sterkara kynið býr yfir meiri félagslegum hæfilegum en það veikara, sem er frekar einfalt og ratar illa í völundarhúsi tilverunnar með fleiri viðkomustaði en fyrir át, áfengi og kynlíf. Að sama skapi er sterkara kynið ekkert endilega marksækið. Skilgreining á endastöð er óljós, eins og allir vita sem orðið hafa vitni að konu í verslunarmiðstöð.

Kvennastríðið yfirvofandi getur ekki orðið annað en ólíkt karlahernaði. Fyrir karlinn verður lífið með orðum Hobbes: einmannalegt, fátæklegt, illkvittið, ofbeldisfullt - og stutt. Enda karlinn tilgangslaus án karlmennsku.

 

 


mbl.is Dönsk stjórnvöld sökuð um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking - þögnin um turninn sem varð hola

Samfylkingin var stofnuð um aldamótin til að verða ,,hinn turninn" í stjórnmálum - valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. Kosningasigurinn 2009, þegar flokkurinn fékk 30 prósent fylgi, gaf flokknum færi á að leiða ríkisstjórn vinstrimanna.

Þingkosningarnar 2013 skiluðu flokknum 12,9 prósent fylgi og við kosningarnar í haust var flokkurinn við það að þurrkast út af alþingi, fékk 5,7 prósent atkvæðanna.

Lítil umæða er um hrun Samfylkingarinnar og engin meðal flokksmanna. Ekkert uppgjör, engin sjónarmið um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna. Það þykir bara sjálfsagt að í tvennum kosningum verði turn að holu.


mbl.is Fylgishrun hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband