Spuni um lok stjórnarmyndunar smáflokka

Smáflokkastjórn er fræðilegur möguleiki en varla raunhæfur. Í samfélaginu er ekki eftirspurn eftir kerfisbreytingum. Án kerfisbreytinga svíkja smáflokkarnir kjósendur sína. Píratar sætu uppi með stærstu skömmina.

Til að koma í kring kerfisbreytingum, t.d. nýrri stjórnarskrá eða stokka upp fiskveiðistjórnun, þarf víðtækan stuðning út í samfélaginu. Sá stuðningur er ekki fyrir hendi.

Smáflokkarnir fimm undirbúa hver um sig spuna til að útskýra hvers vegna þeir mynda ekki ríkisstjórn. 


mbl.is Telja VG vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greinilegt að almenningur er farinn að láta verulega til sín heyra og það smýgur inn í eyru formanna flokkanna.
 Síðustu kosningar voru vísbending um það sem koma skal ef þetta úrelta smáflokkarusl fer ekki að átta sig. Eftir spurn er engin eftir þeirra gefisbreytingum. 


Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2016 kl. 18:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 leiðr.-- eftir gerfisbreytingum þeirra!

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2016 kl. 18:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fimm flokka stjórn Steingríms Hermannssonar var "raunhæf", sat í þrjú ár til enda kjörtímabils. Hún framkvæmdi kerfisbreytingar sem andstæðingarnir kölluðu "sjóðasukk" en á hennar vakt var unnið eitt helsta stjórnmálaafrek aldarinnar, að stöðva verðbólgu, sem hafði verið óviðráðanlegt viðfangsefni í 48 ár. 

Það voru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins sem stóðu að Þjóðarsáttinni en ríkisstjórnin lagði líka sitt af mörkum.

Ómar Ragnarsson, 12.12.2016 kl. 18:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn verða bara að fallast á að láta núverandi stjórn sitja út kjörtímabilið og kjósa svo aftur.

Þetta upphlaup og krafan um kosningar nú hafði engan tilgang og var óbein tilraun til valdaráns Píratanna hans Georges Soros og vinstriflokkanna sem voru uggandi yfir velgengni stjórnarinnar. Það má jú ekki falla skuggi á vinstrið og um að gera að reyna að leggja allt í rúst þegar vel árar, því öðruvísi þrífast þeir ekki. Ef ekki er hægt að halda uppi baknagi, niðurrifi, úrtölum og persónuníði, þá hefur öfundarelítan engan tilgang.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2016 kl. 18:28

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar, var stjórnmálaafrekið, sem þú talar um ekki m.a. að koma á verðtryggingu til að stöðva víxlhækkun kaupgjalds og verðlags, nokkuð sem núverandi vinstri nómenkladía vil ólm afnema. Gerir það samanburðinn ekki ómarktækann? Er arangur fjölflokkastjórnar á einhverjum tima sögunnar ávísun á velfarnað? 

Þetta er nokkuð sem kallast hundalógík.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2016 kl. 18:40

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er mikill greiði við þjóðina að ekki tekst að mynda þessa hratstjórn sem innbirðis getur tæplega sameinast um neitt og býður bara upp á 4 ra ára upplausn og borderline stjórnarkreppu. Mótvægið við hana á þingi í styrk sjálfstæðismanna og framsóknar er líka gríðarsterkt og vafasamt að þetta lið gerði mikið annað en að ræða þingstörf forseta eins og einatt áður.

Það eru viðsjártímar framundan í efnahagslífi heimsins og mikilvægt að hafa fólk við stjórnvölinn sem hefur vit og þekkingu til að mæta þeim býsnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2016 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband