RÚV með neitunarvald gagnvart Framsókn

Í formannsþætti RÚV fyrir kosningar fékk Sigurður Ingi spurningu frá Efstaleitismanni um það hvort Sigmundur Davíð kæmi til greina sem ráðherra í ríkisstjórn sem Framsókn ætti aðild að. Sigurður Ingi varð klumsa við og fór undan í flæmingi. Spurningin var í hæsta máta óviðeigandi og lýsti andstyggð fréttamannsins á Framsóknarflokknum.

Formaður Framsóknarflokksins segist ekkert skilja í því hvers vegna aðrir flokkar vilja ekki ræða við flokkinn um myndun ríkisstjórnar:

Hann sagðist ekki hafa skýr­ing­ar á því hvers vegna aðrir flokk­ar hafi ekki leitað sam­starfs við Fram­sókn­ar­flokk­inn, eng­inn full­trúa hinna flokk­anna haft sagt við hann hverju það sætti.

Svarið er fjarska einfalt. Enginn hinna flokkanna, að Sjálfstæðisflokknum frátöldum, þorir að styggja RÚV. Síðustu daga dundar Gróa á Efstaleiti sér við að herja á fráfarandi formann Framsóknarflokksins með þráhyggjukenndum hætti sneisafullum af illvilja.

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra leggur til að farið verði í saumana á fréttaflutningi RÚV um Framsóknarflokkinn og Sigmund Davíð. Hann segir ,, allt annað en þægilegt fyrir hlustendur að verða vitni að þessu stöðuga stríði."


mbl.is Hefði gengið betur með Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín, kristni og byltingin 1917

Rússneska byltingin fagnar aldarafmæli á næsta ári. Byltingarnar voru tvær, í febrúar, sem afgreiddi 300 ára keisaratíma Romanov-ættarinnar, og í október, sem leiddi til valdatöku Leníns og 70 ára tímabils kommúnisma.

Rússar eru klofnir í afstöðu sinni til byltingarinnar. Lenín liggur ljómaður í grafhýsi sínu en vesturgluggi Rússlands, borgin sem hét Leníngrad, fékk sitt gamla heiti eftir fall kommúnismans, Pétursborg.

Kommúnismi er evrópsk hugmyndafræði. Þýski gyðingurinn Karl Marx er aðalhöfundur hennar. Kommúnisminn tók við af annarri evrópskri hugmyndafræði sem Rússar ánetjuðust á víkingaöld, kristni.

Pútín forseti Rússlands er gagnrýninn á rússnesku byltinguna, samkvæmt Guardian, þótt ekki sé afstaðan einörð.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er aftur ákveðinn í afstöðu sinni til fordæmingar á hugmyndafræði Marx. Hennar maður er Valdimar mikli sem stofnaði til kristni í Kænugarði 12 árum áður en Íslendingar kristnuðust. Sagt er að Valdimar tæki rétttrúnaðarkristni fram yfir þá rómversku til að bægja frá þýskum áhrifum. Karlamagnús og afkomendur hans í Frakklandi og Þýskalandi voru í trúarbandalagi við kaþólsku kirkjuna.

Trúarstemningin í Rússlandi er eins og víða fléttuð við þjóðerniskennd. Ívan grimmi réð Rússlandi á 16. öld. Hann myrti son sinn og stundaði fjöldamorð en þótti röskur í trúmálum. Leynilögreglu stofnaði Ívan grimmi til að halda óvinum trúar og ríkisvalds í skefjum. Ívan grimmi fékk styttu af sér afhjúpaða nýverið við fögnuð og lof ríkis sem kirkju.

Pútín Rússlandsforseti dregur dám af þjóðarsögunni. Hann ólst upp við kommúnisma og sá hann hrynja sem foringi í KGB í Austur-Þýskalandi þegar Berlínarmúrinn féll. Afleiðing er að Pútín er meira kristinn en kommúnískur. En fyrst og fremst er hann stjórnmálamaður.


Bloggfærslur 18. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband