Trú, von en engin ríkisstjórn

Smáflokkarnir fimm gátu ekki myndað ríkisstjórn vegna þess að málefni skorti. Kjósendur gáfu ekki kerfisbyltingarflokkum umboð til að stokka upp stjórnskipun og grunnatvinnuvegi þjóðarinnar.

Til viðbótar við málefnaskort afhjúpa Píratar pólitískan greindarskort. Leiðtogi þeirra segir í viðtengdri frétt:

„Kannski þarf að hugsa út fyr­ir boxið enn frek­ar. Kannski væri til­efni til að at­huga með utanþings­stjórn en mér finnst al­veg ljóst að ef við ætluðum að mynda þjóðstjórn þá þyrfti fólk að sætta sig við eng­ar breyt­ing­ar,“ sagði Birgitta.

Birgitta skilur ekki út á hvað utanþingsstjórn gengur. Slík stjórn væri ekki með neitt umboð til róttækra breytinga. Og þjóðsstjórn er ekki mynduð nema í stórfelldri kreppu - en hér er bullandi góðæri.

 


mbl.is Samstarfið ekki fullreynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Umpólun stjórnarskrárinnar, kosningar um esb og þjóðgarður á hálendinu. Er þetta það helsta sem tengdi þessa flokka og hefur þurft að funda um dögum saman? Rýr er eftirtekjan, þykir mér. Allir flokkar eru sammála um nauðsyn þess að taka til hendinni í heilbrigðis, mennta og samgöngumálum, svo það er varla nefnandi sem árangur í þessum fimm flokka viðræðum. Eins gott að ekki náðist að hnoða í ríkisstjórn úr þessari moðsuðu. Það hefði aldrei endað með öðru en ósköpum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.12.2016 kl. 21:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Formlegt samkomulag þeirra um óformlegar viðræður voru svo út fyrir kassann að það náði enginn að barna það.

Allir smáflokkarnir að viðbættum VG, sem er með tímabundna stækkun á rassgati, voru formlega sammála um það að útiloka samstarf við alla aðra áður en að stjórnarmyndunarviðræðum kom. Það hefði átt að segja öllum hver niðurstaðan yrði.

Nú er Framsókn hoædsveikt olnbogabarn sem enginn almennilega pólitískur rasisti vil láta orða sig við, en samt er framsókn líklegasta aflið til að geta leitt Vg og sjálfstæðisflokk saman, Vg er þó í eðli sínu einvaldaflokkur sem seint getur þrifist með öðrum. Ástþeirra á að skattleggja einkaframtakið út af kortinu og koma sem flestum í uppdiktuð opinber stöðugildi, svo hinn Marxíski draumur um jöfnuð rætist. Betra að allir hafi það jafn skítt, heldur en að fólk hafi það misjafnlega gott.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband