Ólæsu strákarnir hennar Lilju ráðherra

Ólæsir strákar fara í iðnnám. Þeir ráða einfaldlega ekki við bóknám til stúdentsprófs. Lilja ráðherra mennta ætlar að bjarga málinu með því að hleypa ólæsu strákunum með iðnskólapróf beint í háskóla frá og með næsta ári. Þá fáum við ólæsa sérfræðinga með háskólapróf.

Bitamunur en ekki fjár, kynnu sumir að segja. Háskólaelítan er ólæs á einföldustu hluti í náttúrunni og trúir þeirri sænsku Grétu að veðurfar sé manngert. Aungvu að síður: sérfræðingar eiga að kunna að lesa.

Lilja og ráðuneyti hennar tipla á tánum í kringum þá staðreynd að kvenmenning grunnskóla er stráka lifandi að drepa.

Nýjasta dæmið er frétt menntamálaráðuneytisins um skráningu nemenda í framhaldsskóla í haust. Uppslátturinn er að 31 prósent skrá sig í starfsnám. Ef flett er upp á heimildinni fyrir frétt ráðuneytisins kemur í ljós að tveir af hverjum þremur nemendum skráðum i iðnnám (starfsnámi) eru strákar.

Ekki nóg með það. Ólæsu strákarnir fylla líka undirbúningsnámið í framhaldsskólum en þangað fara þeir sem koma úr grunnskóla óhæfir í eðlilega námsframvindu. Í heimildinni, sem er frá Menntamálastofnun stendur þetta skýrum stöfum:

Þar sést að karlkyns nemendur sækja mun heldur í starfsnám en kvenkyns nemendur. Auk þess er hærra hlutfall karlkyns nemenda í undirbúningsnámi og á starfsbrautum. Kvenkyns nemendur eru hins vegar fjölmennari í almennu bóknámi.

Starfsbrautir eru, skyldi einhver ekki vita það, fyrir fatlaða. Af ástæðum, sem þyrfti að skýra, eru tvöfalt fleiri strákar en stelpur á námsbraut fatlaðra. Náttúran bjó ekki svo um hnútana að annað kynið sé tvöfalt fatlaðra en hitt. 

Strákarnir okkar eru í verulega slæmum málum. Lilja, þú ert á vaktinni.

Málið er flókið og viðamikið og verður ekki leyst í einni hendingu. Við verðum að viðurkenna að grunnskólinn stuðlar að ójafnrétti kynjanna. Það hallar á drengi og það ekki lítið. 


mbl.is Iðnmenntaðir fái aðgang að háskólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getnaðarlimur, 18 ára og yngri

Ekki skal umskera getnaðarlimi 18 ára og yngri, það er okkar sannfæring.

Þannig hljómar leiðari Jótlandspóstsins í Danaveldi. Forhúð getnaðarlims, hvort skorin skuli og þá hvenær, er sem sagt opinbert umræðuefni í gamla ríki Kristjána og Friðrika.

Í gömlu hjálendunni spyrja menn sig hvernig í veröldinni kom til þess að limlestingar sveinbarna urðu bráðnauðsynlegt og stórpólitískt deiluefni hjá fyrrum herraþjóð. 


Framhaldsskólar og fínstilling veiruvarna

Kínaveiran gerir síst skaða meðal ungs fólks. En unga fólkið, ásamt öldruðum, eru aldurshóparnir sem sem vera fyrir mestum skakkaföllum vegna sóttvarna.

Líf og starf ungmenna á aldrinum 16-24 ára hverfist um skólanám. Í skólann sækja þau menntun og félagsskap jafnaldra. Að sýna sig og sjá aðra er unglingum mikilvægari en ráðsettum. Þroski er að stórum hluta félagsleg samskipti.

Gera má ráð fyrir því að heimili unglinga séu undir hvað mestu álagi allra fjölskyldna landsins.

Á hinn bóginn er það svo að komi upp veirusmit í framhalds- eða háskóla breiðist það út eins og eldur í sinu.

Það er flókið mál að fínstilla veiruvarnir þannig þær þjóni tilgangi sínum, að vernda meira en þær skaða. Það sést best á stöðu þeirra sem landið erfa.


mbl.is Undanþágubeiðni FG hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: almannavörn er upplýsingaóreiða

Félag fréttamanna á RÚV segir um hlutverk stofnunarinnar sem fréttamiðils:

Þegar dregið er úr getu fjölmiðla til að stunda gagnrýna blaðamennsku er hætta á að aðgengi almennings að nákvæmum og greinargóðum upplýsingum skerðist. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum upplýsingaóreiðu.
RÚV er hluti af almannavarnakerfinu...

Hugmyndir fréttamanna RÚV um ,,gagnrýna blaðamennsku" eru að vera fúll á móti annars vegar og hins vegar Gróa á Efstaleiti. Við þurfum ekki þannig blaðamennsku.

Ef hlutverk fréttastofu RÚV er almannavörn þá skýtur skökku við að fréttastofan dreifir óhróðri, hálfkveðnum vísum og tilhæfulausum fréttum sem auka upplýsingaóreiðuna en draga ekki úr henni.

Tilfellið er að á seinni árum er fréttastofa RÚV félagsmiðill starfsmanna fremur en faglegur fjölmiðill.


mbl.is Starfsmanni í launadeilu sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík gjaldþrota en Dagur Gnarr heimsfrægur

Reykjavík er gjaldþrota og gengur með betlistaf í hendi til ríkissjóðs. Útsvarið er uppurið og skattpíndir borgarbúar ókyrrast.

Dagur borgarstjóri kann ráð til að fela hörmungina heima fyrir. Hann gerist heimsfrægur og þakkar sér fyrir að kveða Kínaveiruna í kútinn á ísa köldu landi.

Eins og forverinn, Jón Gnarr, beitir Dagur aðferðinni að bulla út í eitt í þeirri von að enginn komi auga á eymdina sem blasir við.

Það heitir ,,Dagsverk" að skreyta sig með stolnum fjöðrum.


mbl.is Þakka læknisfræðimenntun Dags fyrir viðbrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jadin, Gauti og Sigríður

Ung belgísk kona, Allysson Jadin, framdi sjálfsmorð vegna sóttvarna er leiddu til þess að hárgreiðslustofna hennar stefndi í gjaldþrot. Hér heima teflir Gauti Kristmannsson prófessor fram þeirri staðreynd að aldraður faðir hans lést úr COVID 19 á Landakoti vegna ónógra sóttvarna. 

Gauti segir málflutning Sigríðar Andersen og fleiri, sem telja sóttvarnir vinna meira tjón en gagn, fyrirlitlegan.

Hvort á að lita á sóttvarnir með afdrif Jadin í huga eða með augum Gauta?

Ekkert einhlítt svar er til. Samt krefst spurningin svara.

Ríkisvaldið ber ábyrgð á samfélagslegum sóttvörum. Án viðurkennds yfirvalds væri engum sameiginlegum sóttvörnum til að dreifa, aðeins persónulegum. Hlutverk ríkisvaldsins er að sjá til þess að samskipti okkar gangi sæmilega snurðulaust fyrir sig. Til þess höfum við margvísleg lög og stofnanir. Fyrir þessa þjónustu borgum við skatt.

Þegar farsótt ber að garði er það í höndum ríkisvaldsins að meta hættuna annars vegar og hins vegar grípa til hæfilegra ráðstafana.

Fyrirfram vissi enginn hve skaðleg Kínaveiran yrði. Ekki heldur var vitað hve faraldurinn stæði lengi. Stjórnvöld, bæði hér heima og erlendis, urðu að þreifa sig áfram, taka ákvarðanir 10-15 daga fresti um aðgerðir. Eins og gengur fannst sumum full harkalega gengið fram en öðrum að ekki væri nóg að gert.

Þegar ríkisvaldið, þríeykið hjá okkur, tók sínar ákvarðanir var ekki miðað við hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir Pétur eða Pál, tilgreinda einstaklinga, heldur almannahagsmuni.

Við sem einstaklingar urðum á hinn bóginn að lifa við aðgerðir yfirvalda. Við getum unað þeim eða andmælt. En helst þurfum  við að hlýða.

Aftur að Jadin og föður Gauta. Að deyja vegna sjálfsvígs eða sjúkdóms er tvennt ólíkt. Í fyrra tilvikinu tekur einstaklingur ákvörðun um að farga eigin lífi. Í því seinna er ákvörðunin ekki í höndum þess er gefur upp öndina.

Ríkisvaldið ákveður ekki hvort við lifum eða deyjum. Við sjálf og aðstæður, sem oft eru handan mannlegrar getu að ráða við, skiptum þar máli.

Á heildina litið hefur íslenskum yfirvöldum tekist framar vonum að bregðast við Kínaveirunni. Það þýðir ekki að við ættum að hætta að ræða hvort nóg hafi verið gert eða fullmikið. Við eigum ríkisvaldið saman og búum sem betur fer í samfélagi þar sem orðið er frjálst.   

 


mbl.is Sorg meðal íbúa Liege
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Femínismi virkar ekki fyrir stráka

Skólakerfið er femínískt í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi eru konur ráðandi, 90 prósent kennara í grunnskólum er konur og meirihluti framhaldsskólakennara er konur. Í öðru lagi er femínísk hugmyndafræði ráðandi í skólastarfi með kvenlægum hugtökum og viðmiðum.

Femínismi virkar ekki fyrir stráka, þeir eru maskulín, karlkyns.

Afleiðingin af kven- og femínistavæðingu skólakerfisins er að strákar læra ekki grunnfærni, lestur, til að takast á við sjálfa sig og samfélagið. Aðeins 30 prósent háskólanema eru karlkyns, konur eru 70 prósent.

Við sem samfélag stefnum í ógöngur með strákana okkar.


mbl.is Staða íslenskra pilta áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fullnægir Loga - nema völd

Formaður Samfylkingar segist vera ánægður með nýjar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar en þær séu ,,ekki fullnægjandi."

Til að fullnægja Loga hefðu aðgerðirnar átt að koma fram síðast liðið vor.

Hængurinn á málflutningi Loga er að í vor var þriðja bylgja farsóttarinnar ekki skollin á. Í vor og sumar nutu landsmenn lífsins tiltölulega sóttfríir. Þriðja bylgjan skall á í haust. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðast við ástandið eins og það er núna, ekki eins og það var fyrir hálfu ári.

Formaðurinn er allt þrennt: ófullnægður, áttavilltur og án tímaskyns.

Eina sem fullnægir Loga er að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn fái ríkisstjórnarvald. En það yrði mjög ófullnægjandi fyrir þjóðina.


mbl.is Ekki nóg gert, en þó skref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði og sóttvarnir: 2 ályktanir

Álíka margir deyja það sem af er farsóttarárinu og dóu í fyrra og þó heldur færri.

Tvær gagnólíkar ályktanir má draga af þessari staðreynd.

a. Sóttvarnir breyta engu um dánartíðni. Hún er lík frá ári til árs.

b. Sóttvarnir breyta öllu um dánartíðni. Án varna hefðu fleiri dáið.

Þekkingarfræði sem leyfir gagnólíkar ályktanir af einni og sömu staðreynd er, tja, ekki þekking heldur óvissa.

Og með þeirri óvissu þurfum við að lifa. Málið er ekki flóknara.

 


mbl.is Andlátin aðeins færri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviti eða svindl hjá Trump og Biden?

0,3 prósent atkvæða skilja að Trump og Biden í tveim ríkjum, í öðrum þremur er munurinn undir eða um eitt prósent. Niðurstaða forsetakosninga Bandaríkjanna veltur á ,,réttri" talningu í þessum ríkjum.

Á blaðamannafundi í gær kynntu lögmenn Trump gögn um meint svindl Demókrataflokksins. Helsti fréttapunktur helstu fjölmiðla var sviti sem rann af aðallögmanni Trump-liðsins.

Samkvæmt sömu fjölmiðlum átti Biden að sigra Trump með 8-11% mun í kosningunum 3. nóvember. Þar með skyldi martröðinni frá 2016 ljúka.

Sveitt.


mbl.is Málsókn eftir málsókn hefur engu áorkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband